Pub quis á Café Riis á föstudagskvöld

Á föstudagskvöld 30. desember verður Pub Quis keppni á Café Riis á Hólmavík og hefst hún kl. 21:15. Það eru bræðurnir Jón og Arnar Snæberg Jónssynir sem sjá um spurningaflóðið að þessu sinni og eru jafnframt höfundar spurninga og dómarar….

Flugeldasalan hafin

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík er eins og síðustu ár til húsa í Björgunarsveitarhúsinu Rósubúð á Höfðagötu 9 (gengið er inn frá Hlein). Opið er fimmtudaginn 29. desember frá kl. 14-20, föstudaginn 30. des frá 14-22 og gamlársdag 31. des. frá 10-15. Áramótabrenna…

Gott kvöld frumsýnt í kvöld

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir í kvöld 29. desember leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum fyrir fólk á öllum aldri. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Önnur sýning verður 30. desember, þriðja sýning 4. janúar og…

Skemmtikvöld um bækur, Strandir og Strandamenn

Miðvikudaginn 28. desember kl. 20:00 stendur Héraðsbókasafn Strandasýslu fyrir skemmtikvöldi um bækur, Strandir og Strandamenn í Félagsheimilinu á Hólmavíki. Athyglinni verður beint að bókum um og eftir Strandamenn með sérstakri áherslu á persónulegar heimildir. Meðal annars verður sagt frá dagbókum bræðranna…

strandir.is óskar ykkur öllum gleðilegra jóla!

Spjallað við Stínu leikstjóra

Spjallað við Stínu leikstjóra

Nú standa yfir æfingar á barnaleikritinu Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur hjá Leikfélagi Hólmavíkur og eru leikarar 22. Það er Kristín Sigurrós Einarsdóttir (Stína) sem sér um leikstjórnina að þessu sinni, en hún er jafnframt formaður Leikfélagsins. Fréttaritari strandir.is spurði…

Félagsvist í Tjarnarlundi annan í jólum

Félagsvist verður í Tjarnalundi í Saurbæ í Dölum mánudaginn 26. desember (annan í jólum) klukkan 20.00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í karla og kvennaflokki og setuverðlaun. Aðgangseyrir er 700 krónur á mann, sjoppa verður á staðnum en enginn…

Jólaball á Hólmavík annan í jólum

Jólatrésnefndin minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Jólaballið hefst kl. 14:00 og eru allir íbúar á Ströndum hjartanlega velkomnir! Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn…

Jólamessur í Hólmavíkurprestakalli

Búið er að tímasetja guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin, en að vanda verður messa í fimm kirkjum á Ströndum. Guðsþjónusta verður í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag kl. 18:00, Drangsneskapellu á jóladag kl. 13:00, Kollafjarðarneskirkju á jóladag kl. 15:30, Óspakseyrarkirkju á jóladag kl….

Skötuveisla á Café Riis í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á Café Riis á Hólmavík í kvöld, þegar árleg skötuveisla verður haldin þar. Hefst veislan kl. 19:05 stundvíslega og á boðstólum verður kæst bykkja, siginn fiskur og selspik, reykur selur, saltfiskur, hamsar, tvíreykt hangilæri, ábrystir…