Minnt á opið hús í Skelinni í kvöld

Í kvöld, mánudag kl. 20:00 verður opið hús í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, að Hafnarbraut 7 á Hólmavík (Hólmakaffi). Þar taka Tinna Schram ljósmyndanemi og Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku á móti gestum. Samkoman verður á rólegu nótunum, en þau ætla…

Fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum

Í vikunni sem var að líða voru tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.Á mánudag valt bíll á Eyrarhlíð á Djúpvegi eftir að hafa lent utan í vegriði og hafnaði loks á ljósastaur. Gerðist þetta í framhaldi af framúrakstri og má rekja óhappið til…

Missið ekki af tunglmyrkvanum í fyrramálið!!!

Á morgun, þriðjudaginn 21. desember, verður almyrkvi á tungli og verður þá tunglið heldur en ekki rauðleitt og jólalegt á að líta. Svo skemmtilega vill til að þetta gerist á stysta degi ársins, á vetrarsólstöðum. Strandamenn allir, nær og fjær, eru…

Skemmtileg jólaböll á Ströndum

Skemmtileg jólaböll á Ströndum

Jólaböll eru eru fastur liður á aðventunni á Ströndum og síðastliðinn fimmtudag voru jólaböll bæði í leikskólanum Lækjarbrekku og í tengslum við Litlu-jól Grunnskólans á Hólmavík. Á síðarnefnda jólaballið mætti fríður hópur jólasveina og stigu þeir dans og sungu við undirleik stórsveitarinnar…

Myndir frá Litlu-jólunum á Hólmavík

Myndir frá Litlu-jólunum á Hólmavík

Það var að venju mikið um dýrðir á Litlu-jólum Grunnskólans á Hólmavík sem haldin var síðastliðinn fimmtudag. Þar stigu nemendur skólans á svið, sýndu leikrit og fluttu tónlist, eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Fullur salur af fólki fylgdist…

Tónleikar og pizzur á Café Riis

Vefurinn strandir.is minnir á tónleika á Café Riis í kvöld þar sem Íris Björg Guðbjartsdóttir mun spila og syngja lögin af disknum sínum Mjúkar hendur. Sérstakur gestasöngvari með henni verður Barbara Ósk Guðbjartsdóttir bóndi í Miðhúsum sem syngur með henni í…

Leiklistarnámskeið á Hólmavík á nýju ári

Í janúar verða haldin leiklistarnámskeið á Hólmavík fyrir þrjá aldurshópa á vegum Leikfélags Hólmavíkur, ef þátttaka fæst. Markmiðið með öllum námskeiðunum er að þau séu fyrst og fremst skemmtileg og sýna fram á að allir geti  leikið og haft gaman…

Ása Ketilsdóttir á Héraðsbókasafninu 21. desember

Þriðjudaginn 21. desember, þegar sól er lægst á lofti, verður samkoma á Héraðsbókasafni Strandasýslu kl. 19:30. Ása Ketilsdóttir kvæðakona á Laugalandi við Djúp kveður jólaþulur og rímur og segir sögur. Fyrr á árinu kom út veglegur diskur með Ásu fyrir…

Ljósmyndanámskeið fyrir börn milli jóla og nýárs

Í Skelina, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, að Hafnarbraut 7 á Hólmavík eru nú mættir tveir góðir gestir. Það eru þau Tinna Schram ljósmyndanemi og Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku. Allir sem dvelja í Skelinni skila einhverjum viðburði af sér til samfélagsins á…

Flokkunarstöðin á Hólmavík opin á laugardag

Flokkunarstöð Sorpsamlags Strandasýslu í sauðhúsinu á Skeiði 3 á Hólmavík verður opin á morgun laugardag frá kl. 13-15 og þá er tilvalið að koma og skila öllu því sem flokkað hefur verið síðustu daga. Stöðin verður hins vegar lokuð tvo næstu…