Skötuveislan mikla á Café Riis í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík í kvöld en  þá verður haldin þar árleg skötuveisla. Hefst dásemdin kl. 19:00 og hægt er að tryggja sér borð í síma 451-3567. Auk skötunnar verður á boðstólum siginn…

Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel

Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel

Í haust hefur Gönguklúbburinn Gunna fótalausa staðið fyrir vikulegum skemmtigöngum í skammdeginu í nágrenni Hólmavíkur. Göngurnar eru farnar í hádeginu til að nýta birtuna og nú er tugur slíkra gönguferða að baki. Í dag var rölt upp á sjónvarpshæðina ofan við…

Vegagerð í Reykhólahreppi

Vegagerðin hefur boðið út ný- og endurlögn á 2,6 km kafla á Vestfjarðavegi (60) í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, frá Kraká að slitlagsenda á vestanverðu Skálanesi. Mikil þrengsli einkenna nú vegstæðið við Skálanes, blindbeygjur og vegurinn liggur við hús, en færist við…

Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli

Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin hafa verið kynntar í dreifibréfi og er rétt að benda á að lítilsháttar breyting hefur orðið á tímasetningum frá fyrri árum. Messað er í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag kl. 18:00, í Drangsneskapellu á jóladag kl. 13:30,…

FRESTAÐ – Ása Ketilsdóttir á bókasafninu

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS –Í kvöld á vetrarsólstöðum, þriðjudaginn kl. 19:30 verður samkoma á Héraðsbókasafni Strandasýslu þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona á Laugalandi við Djúp kveður jólaþulur og rímur og segir sögur. Fyrr á árinu kom út veglegur diskur með Ásu fyrir börn á…

Strandamenn á heimavelli eru 759

Strandamönnum búsettum á heimavelli hefur fækkað lítillega milli ára eða úr 766 í 759 miðað við nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda 1. desember ár hvert. Breytingin á íbúatölunni er misjöfn eftir sveitarfélögum. Þannig fækkar um 5 íbúa í…

Íbúum á Vestfjörðum fækkar enn

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda í sveitarfélögum þann 1. desember síðastliðinn fækkar Vestfirðingum manna mest, hér á landi. Nemur fækkunin milli áranna 2009 og 2010 alls 3,2% og eru Vestfirðingar nú 7.129 talsins. Næstmest er fækkunin á Suðurnesjum…

Ljósmyndaspjall í Skelinni og námskeið framundan

Ljósmyndaspjall í Skelinni og námskeið framundan

Í kvöld var ljósmyndaspjall í Skelinni á Hólmavík, þar sem Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku og Tinna Schram ljósmyndanemi sýndu myndir sínar og verkefni og sögðu frá þeim. Þau ætla einnig að standa fyrir ljósmyndanámskeiði á Hólmavík fyrir börn á…

strandir.is sex ára

Í dag eru sex ár síðan vefurinn strandir.is var opnaður formlega sem héraðsfréttavefur sem miðlar frétta- og mannlífsmolum af Ströndum og Strandamönnum. Þegar vefurinn var opnaður var hann kynntur sem jólagjöf til Strandamanna nær og fjær. Vefurinn er rekinn af fyrirtækinu…

Fagmennska í sauðfjárrækt á Ströndum

Á liðnum vikum hafa Strandabændur verið að gera upp skýrsluhaldið fyrir nýliðið framleiðsluár í fjárræktinni. Þar geta flestir þeirra glaðst yfir góðum árangri, afurðir eru með besta móti og kjötgæði mikil.  Forsendur þessa góða árangurs eru m.a. virk þátttaka í…