Félagsvist á Hólmavík 29. desember

Félagsvist verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 29. desember og hefst spilamennskan kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 500.- og rennur innkoman í ferðasjóð nemenda í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem hafa tekið stefnuna á vikudvöl í skólabúðunum í…

Breytingar á rútuferðum

Miklar breytingar verða á áætlanaferðum með rútum á Ströndum um áramótin, en fyrirtækið Sterna (Bílar og fólk ehf) sér áfram um ferðir. Lögð verður niður áætlun á leiðinni Staðarskáli – Hólmavík sem hefur verið ein ferð á föstudögum yfir vetrartímann….

Búist við stormi í nótt

Búist er við stormi á landinu í nótt og fram eftir morgni, þannig að rétt er að huga að öllu lauslegu sem úti liggur. Samkvæmt vedur.is hvessir í kvöld og verður þá rigning sunnan til á landinu en snjókoma fyrir…

Jólaball á Hólmavík á annan í jólum

Árviss jólatréskemmtun verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík á annan í jólum, sunnudaginn 26. desember kl. 14:00. Þar verður að venju gengið í kringum jólatré og sungnar jólasvísur og kvæði, auk þess sem jólasveinar koma í heimsókn og taka þátt…

strandir.is senda öllum lesendum bestu jólakveðjur

Þorláksmessa á Ströndum

Þorláksmessa á Ströndum

Það viðraði vel til myndatöku á Þorláksmessunni á Ströndum, þann tíma sem bjart var. Fréttaritari strandir.is var á ferðinni í dag, kom við bæði á Hólmavík og Drangsnesi og tók nokkrar myndir. Sólin er í aðalhlutverki á þessum svipmyndum, þótt…

Fjölmenni í verslun KSH

Fjölmenni í verslun KSH

Það var margt um manninn í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík í dag um fimmleytið. Þá komu jólasveinar í heimsókn í búðina, dregið var í happadrætti og ungir tónlistarmenn létu ljós sitt skína. Menn voru glaðir í bragði, sumir voru að…

Jólaverslun á Þorláksmessu

Það er jafnan mikið að gera í verslunum á Þorláksmessu og svo er einnig á Ströndum. Jólamarkaður Strandakúnstar er opinn í dag, en verður lokaður á morgun aðfangadag. Í tilkynningu frá Strandakúnst er minnt á þá niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar að…

Íbúafjöldi á Ströndum svipaður síðustu ár

Íbúafjöldi á Ströndum hefur staðið nokkurn veginn í stað síðustu árin, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fyrir fjórum árum, þann 1. des 2006, voru íbúar í sveitarfélögunum fjórum á Ströndum samtals 758. Þann 1. desember 2010 eru þeir einum fleiri eða 759…

Margvíslegt góðgæti í skötuveislu á Café Riis

Margvíslegt góðgæti í skötuveislu á Café Riis

Ein drottins dýrðar skötuveisla var haldin á Café Riis á Hólmavík í kvöld og gladdi margan Strandamanninn og aðra sem þangað slæddust, sumir voru satt að segja komnir alla leið úr Danaveldi. Fyrir utan tindabikkjuna sem ýmist var verkuð á Súðavík eða…