Skemmtigöngur í skammdeginu

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa sem hefur höfuðstöðvar á Fésbókinni hyggst standa fyrir gönguferðum í nágrenni Hólmavíkur í hádeginu alla þriðjudaga til áramóta. Er öllum velkomið að slást í hópinn og rölta á vit ævintýranna, en hver ferð tekur um það bil klukkustund….

Stutt dagskrá á Degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu þriðjudaginn 16. nóvember 2010 verður stutt og skemmtileg dagskrá fyrir börn og fullorðna í Héraðsbókasafninu á Hólmavík kl. 19:30. Jónasar Hallgrímssonar verður minnst og ýmislegt til gamans gert. Kaffi í boði og allir velkomnir….

Styrkir til umhverfisverkefna 2011

Ferðamálastofa hefur auglýst styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla. Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri…

Sameiginleg félagsþjónusta fjögurra sveitarfélaga

Í frétt á strandabyggd.is kemur fram að öflugra samstarf stendur nú fyrir dyrum milli sveitarfélaganna Strandabyggðar, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Reykhólahrepps. Sveitarfélögin hafa samþykkt að koma á fót sameiginlegri félagsþjónustu og skipa í eina félagsmálanefnd sem starfar á öllu svæðinu. Í nýju nefndinni verða…

Kirkjan stefnir að sölu eigna á Ströndum

Fyrir kirkjuþingi sem stendur nú yfir liggur tillaga frá kirkjuráði um kaup og sölu fasteigna. Meðal þeirra eigna kirkjunnar sem stefnt er að sölu á eru jarðirnar Prestbakki í Hrútafirði og Árnes I í Trékyllisvík. Í greinargerð með tillögunni kemur…

Námskeið í sápugerð á Hólmavík

Framundan er námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík þar sem kennt verður hvernig sápa verður til. Algeng aðferð verður kennd og fleiri nefndar. Farið er yfir nokkrar glærur og að því loknu er sýnikennsla og eiga allir þátttakendur að geta búið til…

Flokkunarstöð Sorpsamlagsins opin á sunnudag

Breyting verður á opnunartíma á flokkunarstöð Sorpsamlags Strandasýslu að Skeiði 3 á Hólmavík um helgina vegna jarðarfarar. Flokkunarstöðin verður lokuð á laugardaginn, en þess í stað opin frá kl. 13:00-15:00 á sunnudaginn.

Fyrsti gesturinn í Skelinni heldur myndlistarsýningu

Þjóðfræðistofa býður fyrsta gestinn í Skelina velkominn á svæðið þessa dagana, en það er Guðrún Tryggvadóttir, myndlistarkona. Hún sýnir verk sín í Austurhúsi Galdrasafnsins, sunnudaginn 21. nóvember, klukkan 16.00. Guðrún er menntuð í myndlist frá Akademie der Bildenden Künste í München…

Strandabyggð óskar eftir ábendingum íbúa um hagræðingu

Sveitarstjórn Strandabyggðar vinnur nú að gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2011. Hefur hún í tengslum við þá vinnu óskað eftir ábendingum frá íbúum Strandabyggðar um hvar megi hagræða og spara í rekstri sveitarfélagsins – og hvar ekki. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram…

Aðalskipulag Strandabyggðar samþykkt í sveitarstjórn

Í frétt á heimasíðu Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla voru til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins, hjá Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins og var frestur til að gera…