Óvissa um flug á Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur

Á vefnum ruv.is kemur fram að flugfélaginu Erni hefur verið tilkynnt að ríkisstyrkur vegna flugs félagsins til Sauðárkróks falli niður um áramót. Gangi það eftir segir Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri félagsins að flugi þangað verði sjálfhætt og slíkur forsendubrestur yrði í rekstrinum að…

Ný staða tómstundafulltrúa í Strandabyggð

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum í nýtt starf tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu. Um er að ræða 75-100% starf eftir samkomulagi. Í fréttatilkynningu kemur fram að tómstundafulltrúi mun sinna fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum sem tengjast menningarmálum, tómstunda- og íþróttastarfi…

Hvernig aukum við áhuga, ábyrgð og áhrif foreldra á skóla - uppeldis- og fjölskyldumálum?

Hvernig aukum við áhuga, ábyrgð og áhrif foreldra á skóla – uppeldis- og fjölskyldumálum?

Aðsend grein eftir Helgu Margréti Guðmundsdóttir Það er okkur sem störfum hjá Heimili og skóla mikilvægt að vita til þess að stjórnendur og foreldrar við Grunnskólann á Hólmavík eru að vinna hörðum höndum að því að efla samstarf heimilis og…

Nýr gestur í Skelinni og opið hús 30. nóvember

Nýr gestur í Skelinni og opið hús 30. nóvember

Þjóðfræðistofa verður með opið hús í Skelinni á Hólmavík þriðjudaginn 30. nóv. milli kl. 18.00-20.00. Þema þessa viðburðar er svæðisbundin matarmenning. Henry Fletcher sem nú dvelur í Skelinni fjallar stuttlega um sitt sérsvið sem er fæðuöflun í náttúrunni og eru heimamenn…

Kosið til stjórnlagaþings

Kosningar til stjórnlagaþings fara fram um land allt á morgun, laugardaginn 27. nóvember. Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Kjörstaður verður opinn frá kl. 11:00 -18:00. Kjósendum er bent á að þeir þurfa að…

Umhverfi og sjálfbær þróun í stjórnarskrá

Umhverfi og sjálfbær þróun í stjórnarskrá

Aðsend grein eftir Stefán Gíslason (2072) Helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til Stjórnlagaþings er umhyggja mín fyrir íslenskri náttúru og komandi kynslóðum. Ég vil sem sagt að hagsmuna íslenskrar náttúru og komandi kynslóða verði verði vel…

Framboð til stjórnlagaþings

Framboð til stjórnlagaþings

Aðsend grein eftir Jón Pálmar Ragnarsson (2446) Stjórnlagaþing er afar áhugaverð tilraun til að endurskoða stjórnarskrána og í senn forvitnilegt hvað kemur út úr þeirri endurskoðun. Þjóðfundur var haldinn 6. nóvember síðastliðinn þar sem þátttakendur létu í ljós þær skoðanir…

Hugmyndafundur íbúa í Strandabyggð um fjárhagsáætlun

Sveitarfélagið Strandabyggð hyggst standa fyrir skemmtilegum og skapandi hugmyndafund um fjárhagsáætlun Strandabyggðar í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Stutt kynning verður á stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins áður en farið verður í hugmyndavinnu í umræðuhópum. Leitast verður…

Að hluta sundur kjötskrokk

Í fréttatilkynningu frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða kemur fram að auglýsing sem dreift var á Ströndum á föstudag og mánudag um námskeið um meðhöndlun lambaskrokka innihélt rangar tímasetningar. Námskeiðið sem þarna var auglýst verður haldið í Barmahlíð á Reykhólum miðvikudaginn 17. nóvember og hefst kl….

Kolaport á Hólmavík á sunnudag

Kolaport verður í félagsheimilinu á Hólmavík að Strandamanna sið á sunnudaginn kemur, hefst kl. 15 og lýkur kl. 18. Gleði, gaman og stemmning góð svífa yfir vötnum og Ásta og Ásdís sjá um veitingasölu, kolakaffið og kökurnar. Búist er við fjölmenni, enda hafa…