Safnað fyrir Rósu Jósepsdóttur í Fjarðarhorni

Á mbl.is kemur fram að Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi stendur nú fyrir söfnun fyrir Rósu Jósepsdóttur, bónda í Fjarðarhorni í Bæjarhreppi, sem glímir við bráðahvítblæði. Hennar bíður löng sjúkrahúsvist í Svíþjóð en hún þarf að gangast undir mergskipti. Formaður kvenfélagsins,…

KSH með nýja heimasíðu

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.ksholm.is og jafnframt hefur veirð tekið í notkun nýtt merki félagsins. KSH stendur í stórræðum þessa dagana og verið er að byggja við verslunarhúsið við Höfðatún og stendur til að…

Framkvæmdastjóri AtVest lætur af störfum

Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Þorgeir Pálsson, hefur sagt upp störfum hjá félaginu og hefur náðst samkomulag milli hans og stjórnar um starfslok. Hann lætur af störfum 29. október.  AtVest hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna niðurskurðar og tekjumissis…

Tónleikum Kvartett Camerata og Meg@tríó frestað

Fyrirhuguðum tónliekum Kvartett Camerata og Meg@tríó í Bjarkalundi á föstudaginn og í kirkjunni á Hólmavík á laugardaginn hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er vond veðurspá og viðvörun Veðurstofunnar sem varar við ferðalögum um helgina. Kvartett Camerata kemur vonandi síðar…

Björgunarsveitir og rjúpnaveiðimenn gera sig kára

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun föstudaginn 29. október og stendur til 5. desember. Á þessum tíma eru veiðar heimilaðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Bent er á að á Ströndum er allt landsvæði í einkaeigu og enginn almenningur þar sem veiði er heimil án leyfis landeiganda, hvorki á…

Villandi merkingar á Kiwanishjálmum grunnskólabarna

Neytendastofa vekur athygli á því með fréttatilkynningu að hjálmar sem 1. bekkingar í grunnskólum landsins fengu að gjöf frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi síðastliðið vor. Hjálmarnir eru ekki ætlaðir til notkunar á skíðum og skíðabrettum. Hjálminn má eingöngu nota á reiðhjólum,…

Tónlist fyrir alla á Hólmavík

Tónlist fyrir alla á Hólmavík

Grunnskóla- og leikskólabörn á Ströndum fengu góða gesti í dag þegar verkefnið Tónlist fyrir alla heimsótti Hólmavík. Það voru þeir Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson sem fluttu dagskrána DANS og léku danstónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum, m.a. verk sem…

Flöskuskeyti frá Færeyjum

Síðastliðið sumar, þann 23. júlí, fundu Björk Guðjónsdóttir og Jón Hallur Jóhannsson flöskuskeyti í fjörunni í Naustavík í landi Heydalsár við Steingrímsfjörð, þegar þau voru þar við rannsóknir á fuglum. Skeytið var í plastflösku (gosflösku) á sjávarkambinum nokkru ofan sjávarmáls innan um…

Bangsadagur á bókasafninu

Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Héraðsbókasafni Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík nú á miðvikudaginn 27. október. Hefst bangsadagurinn kl. 18:00 og eru allir velkomnir. Krakkar og fullorðnir mæta með uppáhalds bangsann sinn og lesin verður bangsasaga fyrir börnin og fleira til gamans gert….

Hraðakstur í nágrenni Hólmavíkur

Í fréttatilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum um verkefni síðustu viku kemur fram að talsverður erill var liðna helgi vegna ölvunar gesta á skemmtistöðum. Þá voru átta ökumenn stöðvaðir vegna hraðakstur, sjö á Djúpvegi í nágrenni við Hólmavík og einn við Ísafjörð….