Stjórnarfundur í sólinni

Stjórnarfundur í sólinni

Það var með eindæmum blíðskaparveðrið í dag og margir sem lögðu niður vinnu til að njóta sólarinnar. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lét þó ekki góðviðrið trufla sig við störf sín, enda í mörg horn að líta og um margt að hugsa…

Framkvæmdahugur í Hornsteinamönnum

Í fréttatilkynningu frá Hornsteinum fasteignafélagi ehf. kemur fram að fyrirtækið hefur hug á að byggja þriggja íbúða raðhús á Hólmavík fáist kaupendur að íbúðunum. Hugmyndin er að íbúðirnar verði mismunandi stórar, allt eftir samkomulagi við kaupendur og einnig yrðu möguleikar á að afhenda þær…

Gert við vegaxlir og bletti

Malbikunarfyrirtækið Blettur og Vegagerðin á Hólmavík hafa síðustu daga unnið að því að lagfæra og malbika vegaxlir við Hólmavík og gera við bletti á malbikinu hér og hvar. Ekki var vanþörf á slíku viðhaldi. Jafnframt var lagt yfir malbik í brekkunni…

Leiðbeint um sveppatínslu í Kálfanesborgum

Í dag, fimmtudaginn 2. september kl. 17:00 er Hólmavíkingum og og nærsveitungum boðið að taka þátt í sveppaleiðangri í Kálfanesborgum sem þorpið Hólmavík stendur undir. Þeir sem hafa áhuga á því að vera með þurfa aðeins að mæta við Grunnskólanná staðnum þar sem lagt…

Strákatangi á Ströndum í brennidepli á Menningarminjadegi Evrópu

Strákatangi á Ströndum í brennidepli á Menningarminjadegi Evrópu

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 5. september næstkomandi. Þema dagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. Í tilefni dagsins mun dr. Ragnar Edvardsson minjavörður Vestfjarða leiða gesti um Strákatanga í Hveravík við Steingrímsfjörð Á Strákatanga var á 17. öld erlend hvalveiðistöð…

Fjórðungsþing Vestfirðinga á Hólmavík

Fimmtugasta og fimmta Fjórðungsþing Vestfirðinga verður sett á Hólmavík kl. 10.30 föstudaginn 3. september næstkomandi og stendur fram á laugardag. Þingið fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og þar verða nefndarstörf einnig.  Fyrir utan hefðbundin þingstörf mun Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins…

strandir.is að vakna til lífsins?

Vefurinn strandir.is hefur látið óvenju lítið fyrir sér fara síðustu vikur og fréttaskrif verið stopul í meira lagi. Nú þegar ekki er lengur bjart mest allan sólarhringinn gefst tími í tölvuvinnu og er vonandi að meira lífsmark verði með vefnum…