Að grína í samfélagið

Í tengslum við sýningu Hafnarborgar – menningar- og listamiðstöðvar í Hafnarfirði –  sem ber yfirskriftina Að drekka mjólk og elta fólk stendur Þjóðfræðistofa fyrir málþingi um húmor sem tæki ísamfélagsrýni og valdabaráttu þjóðfélagshópa. Þjóðfræðistofa hefur áður staðið tvisvar sinnum fyrir…

Píanóstillingarsnillingur á Ströndum

Í fréttatilkynningu frá Tónskólanum á Hólmavík er bent á að Davíð Ólafsson píanóstillir verður á Hólmavík dagana 23. og 24. september, í dag og á morgun. Þeir sem vilja nýta þjónustu hans er bent á að hafa samband við Stefán…

Óskað eftir ábendingum um tjaldsvæði á Hólmavík

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að leita eftir ábendingum og tillögum frá íbúum um hvernig bæta megi aðstöðu við tjaldsvæðið á Hólmavík. Svæðið sem er á skjólsælum stað, rétt við sundlaugina og félagsheimilið á Hólmavík, er afar vinsælt og sló aðsókn að því…

Vestfjarðahringurinn 2010 – kynning í Sævangi

Í kvöld, þriðjudaginn 14. september kl. 20:00 verður kynningarkvöld í Sauðfjársetrinu í Sævangi í Steingrímsfjörð. Þar munu Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Starfsendurhæfing Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vinnumálastofnun á Vestfjörðum kynna starfsemi sína. Auk kynningar á starfseminni er á…

Vappaðu með mér Vala með Ásu Ketilsdóttur

Á dögunum kom út geisladiskurinn Vappaðu með mér Vala, þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona á Laugalandi fer með rímur og kvæði. Ása fæddist á Ytra-Fjalli í Aðaldal árið 1935 og hefur verið búsett á Laugalandi frá því um tvítugt og…

Einstök veðurblíða í september

Einstök veðurblíða í september

Einstök veðurblíða hefur verið það sem af er september á Ströndum og minnir á haustið 2000, hlýir vindar eða logn. Næg tækifæri hafa verið til útivistar og er vonandi að ekki versni veðrið um of nú þegar smalamennskur hefjast af fullum…

Síðdegistónleikar Sumarauka

Laugardaginn 11. september heldur dúóið Sumarauki sumaraukatónleika á Kaffi Galdri sem hefjast kl. 17:00. Bandið er skipað þeim Þórhildi Grétarsdóttur og Skúla Gautasyni sem eru í sinni árlegu seinni sumarferð á Víðidalsá. Dagskráin samanstendur af íslenskum slögurum eftir Megas, Bubba…

Handverksmarkaði Strandakúnstar að ljúka

Handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík verður lokað miðvikudaginn 15. september. Einnig verður lokað laugardaginn 11. sept. vegna kindasmölunaræfinga sem afgreiðsludömur hyggjast taka þátt í. Því eru síðustu forvöð þetta sumarið að versla sér frábæra handverkshluti til eignar, afmælis-…

Óskað eftir ábendingum um umferðaröryggi á Hólmavík

Á vef Strandabyggðar kemur fram að nú er framundan vinna hjá Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar við að endurskoða umferðarsamþykkt fyrir Hólmavík. Í henni er kveðið á um ýmis mál sem snúa að umferð og umferðaröryggi, svo sem hvar gangbrautir eiga að vera…

Morgunkyrrð við Steingrímsfjörð

Morgunkyrrð við Steingrímsfjörð

Það eru ekki síðri möguleikar á að njóta náttúrufegurðar á Ströndum fyrir morgunhana, en þá sem vaka fram eftir. Oft er logn og blíða við Steingrímsfjörðinn snemma að morgni og sólin varpar geislum sínum á himinn og haf þegar hún…