Strandaðir skógar í Hólmakaffi

Myndlistarmennirnir Fiete Stolte og Timo Klöppel sýna verk sín á sýningu í Hólmakaffi á Hólmavík og verður hún opnuð þriðjudaginn 24. ágúst kl. 17. Hún er hluti af verkefni Þjóðfræðistofu sem snýr að þjóðfræði og menningarsögu rekaviðar. Annars vegar er um…

Málþing í Búðardal laugardag kl. 15

Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu boða fólk í Reykhólahreppi, Strandabyggð, Dalabyggð og nágrenni á málþing á morgun að því er fram kemur á Reykhólavefnum. Málþingið verður haldið í Leifsbúð í Búðardal og hefst kl. 15. Ragnar Stefánsson varaformaður…

Úrslit og myndir frá Hrútadómum

Þá er Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum 2010 lokið. Það er skemmst frá því að segja að mótið í ár var best sótti viðburðurinn í sögu Sauðfjárseturs á Ströndum. Yfir 400 manns mættu  í Sævang og hvorki fleiri né færri en 71…

Djúpavíkurdagar í fullum gangi

Djúpavíkurdagar 2010 standa nú sem hæst og eins og venjulegar er margt á dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Reynt var við heimsmet í kerlingafleytingum, farið í víkingaspil og sjóferð. Þá var listasýning opnuð í verksmiðjunni í dag og  standa listamennirnir Anthony Bacigalupos…

Snorri Sturluson, vélráður eða vinarlegur

Óskar Guðmundsson, höfundur bókarinnar um Snorra Sturluson verður í Hólmakaffi sunnudagskvöldið 15. ágúst næstkomandi. Óskar heldur stutt erindi þar sem hann leitast við að bregða upp mynd af manninum Snorra Sturlusyni, ævi hans og ástum. Hér gefst Hólmvíkingum einstakt tækifæri…

Þjófnaður í Gvendarlaug í Bjarnarfirði kærður til lögreglu

Aðfaranótt síðasta þriðjudags var brotist inn í sundlaugina í Bjarnarfirði og stolið þaðan kassa þeim sem heiðvirðir gestir laugarinnar greiða aðgangseyrir í. Nokkra fyrirhöfn hefur þurft til að ná kassanum en hann var bundinn með keðju í borð undir honum….

Prjónanámskeið á Hólmakaffi 13. ágúst

Hinn vinsæli prjónaleiðbeinandi Ragnheiður Eiríksdóttir frá Knitting Iceland (Prjóniprjón, Prjónum saman) kemur til Hólmavíkur og kennir eitt af sitt vinsælustu námskeiðum, Prjónatækni og partýtrikk. Á námskeiðinu eru kenndar nýstárlegar aðferðir til að fitja upp og fella af, nokkrar tegundir af…

Hrútadómar og Þuklaraball á laugardaginn

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14. ágúst kl. 14:00. Þá verður haldið í áttunda sinn Íslandsmeistaramót í Hrútadómum – venjulega kallað hrútaþukl – en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan…

Óviðjafnanleg litadýrð

Sólin litar himin og haf sterkum litum á Ströndum á kvöldin. Fréttaritari strandir.is hefur eins og fjölmargir ferðamenn tekið myndir frá tröppunum eða bæjarhólnum á Kirkjubóli í átt til Hólmavíkur undanfarin kvöld, þegar litadýrðin er sem allra mest. Rauðir og gulir…

Flett ofan af kumlum á Strákatanga

Flett ofan af kumlum á Strákatanga

Síðustu ár hafa Strandagaldur og Náttúrustofa Vestfjarða staðið fyrir miklum fornleifarannsóknum á Strákatanga við Steingrímsfjörð. Þar hafa bæst við kaflar í atvinnusögu Íslendinga þegar hreinsað var ofan af hvalbræðsluofnum frá 17. öld sem benda til umfangsmikillar lýsisbræðslu þar um áratugaskeið….