Sumargleðin í Bragganum á fimmtudag

Sumargleði tónlistarútgáfunnar Kimi Records mun halda til Vestfjarða á fimmtudag fyrir verslunarmannahelgi og halda nokkra tónleika. Meðal annars verður Bragginn á Hólmavík heimsóttur á fimmtudag og munu m.a. koma fram hljómsveitirnar Retro Stefson, Reykjavík!, Nolo, Morðingjarnir og Snorri Helgason. Sumargleðin hefur…

Selasetrið leitar að framkvæmdastjóra

Laus er staða framkvæmdastjóra við Selasetur Íslands á Hvammstanga. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í góðu og fjölskylduvænu samfélagi. Umsóknir skal senda á póstfangið selasetur@selasetur.is….

Messa í Árneskirkju

Í fréttatilkynningu frá sóknarpresti á Hólmavík kemur fram að messa verður í Árneskirkju í Trékyllisvík næstkomandi sunnudag, þann 1. ágúst, og hefst messan kl.14.00. Kirkjan í Árnesi var vígð í september 1991. Hún stendur gegnt gömlu kirkjunni, hinum megin við þjóðveginn,…

Héraðsbókasafnið á leið í sumarfrí

Síðasti opnunardagur Héraðsbókasafns Strandasýslu fyrir sumarfrí er í dag, 27. júlí, en opið er í kvöld frá kl. 19:30-20:30. Öllum er velkomið að koma og ná sér í lesefni fyrir sumarlokun, en aftur verður opnað þegar skóli hefst í haust. Bókasafnið…

Ingibjörg Valgeirsdóttir ráðin sveitarstjóri Strandabyggðar

Ákveðið hefur verið að ráða Ingibjörgu Valgeirsdóttir sveitarstjóra Strandabyggðar næsta kjörtímabil. Ingibjörg starfar nú sem framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki Assa – þekking & þjálfun. Ingibjörg hefur lokið MBA námi við Háskólann í Reykjavík og er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum….

Glæsileg tónlistarhátíð í Bjarnarfirði 24. júlí

Glæsileg tónlistarhátíð í Bjarnarfirði 24. júlí

Mugison, Pétur Ben, Lára Rúnars og hljómsveitin Pollapönk munu troða upp, hvert í sínu lagi og hvert með öðru, á tónlistarhátíð sem haldin verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum laugardaginn 24. júlí næstkomandi. Enginn aðgangseyrir er að hátíðinni…

Ljósmyndasýning Boga Leiknissonar í Djúpavík

Það er mikið um að vera í menningarlífinu í Djúpavík, en um helgina var opnuð ljósmyndasýning Boga Leiknissonar á Hótel Djúpavík. Myndirnar eru flestar frá Djúpavík og nágrenni. Bogi hefur hlotið viðurkenningu fyrir mjög góða ljósmyndun og hafa myndir hans…

Fornbílaklúbbur Íslands ferðast á Strandir

Félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands verða á ferðalagi um Vestfirði vikuna 23.-30. júlí næstkomandi. Hópurinn verður á Hólmavík föstudagskvöldið 23. júlí frá því um kl. 20:00 og fram eftir kvöldi og ætla flestir að gista á tjaldsvæðinu þar. Öllum er velkomið að…

Bryggjuhátíð á Drangsnesi í dag

Hin árlega Bryggjuhátíð á Drangsnesi er í dag, laugardaginn 17. júlí, og að venju verður margt til skemmtunar. Sjávarréttahlaðborðið svíkur engan, siglingar út í Grímsey og kvöldvaka og dansleikur eru meðal atriða dagsins. Strandahestar eru með hesta á staðnum og listsýningar og fuglahræðukeppni setja…

Biggibix í Bragganum á Hólmavík

Ísfirski tónlistarmaðurinn Biggibix mun fagna útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar Set Me On Fire með útgáfutónleikum ásamt hljómsveit víða um Vestfirði. Fyrstu tónleikarnir eru í Bragganum á Hólmavík miðvikudaginn 14. júlí og hefjast kl. 21:00. Aðgöngumiði kostar 1500.- Hægt er að fræðast…