Stefnumót á Ströndum sett upp að nýju

Til stendur að setja upplýsingaspjöldin frá Stefnumóti á Ströndum upp að nýju í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar verður sýningin síðan uppi í sumar og opin frá 9-21 alla daga, á sama tíma og sundlaugin. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að…

Strandabyggð auglýsir eftir sveitarstjóra

Auglýst hefur verið eftir sveitarstjóra í Strandabyggð og sér Hagvangur um ráðningarferlið. Umsóknarfrestur er til 4. júlí næstkomandi og er sótt um á heimasíðu Hagvangs. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um hvernig menn bera sig að við að senda inn umsókn. Nýr…

Bændafundur í Trékyllisvík

Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir umræðufundi um málefni sauðfjárbænda í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík mánudaginn 28. júní og hefst hann kl. 20:30. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, mætir á staðinn og verður með framsögu á fundinum. Veitingar verða…

Klénsmiður og knattspyrna, fiskiveisla og fjörudagur

Að venju er heilmargt um að vera á Ströndum um helgina. Á Skeljavíkurvelli við Hólmavík er bikarkeppni HSS í knattspyrnu og hefst kl. 13. Áhorfendur eru vel séðir. Sögusýningin Klénsmiðurinn á Kjörvogi opnar kl. 14 í minja- og  handverkshúsinu Kört…

Skemmtileg og vel heppnuð skákhátíð

www.litlihjalli.is   Friðrik Ólafsson hefur komið til Galapagoseyja, en leið hans lá í fyrsta skipti á Strandir um síðustu helgi þegar slegið var upp afmælismóti honum til heiðurs í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Friðrik, sem er 75 ára, var fyrsti stórmeistari…

Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur

FréttatilkynningHamingjudagar á Hólmavík innihalda sem fyrr heilmikla tónlistarveislu. Föstudagskvöldið 2. júlí munu Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Bragganum á Hólmavík. Tónleikarnir hefjast kl 20 og miðaverð er krónur 1500 en frítt fyrir börn. Svavar Knút ætti…

Hamingjugöngur og hnallþórubakstur

FréttatilkynningEin af þeim hugmyndum sem upp hafa komið á íbúafundum fyrir Hamingjudaga á Hólmavík er að hafa Hamingjugöngur úr hverju hverfi fyrir sig. Ákveðið hefur verið að hvert hverfi skipuleggi sína göngu og lagt er til að rauðir leggi upp…

Viðvaningur eða smíðabæklingur handa unglingum

Nýlega kom út bók sem ber heitið Viðvaningur eða smíðabæklingur handa unglingum. Samantekinn úr ýmsum bókum og eptir eigin reynslu með 13 myndum af Þorsteini Þorleifssyni. Bók þessi var upphaflega send til prentunar á Akureyri árið 1868 og mun hafa…

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“

FréttatilkynningTil fyrirmyndar er yfirskrift hvatningarátaks í tilefni af því að hinn 29. júní næstkomandi verða 30 ár liðin frá því að Íslendingar voru til fyrirmyndar með því að vera fyrstir þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum….

Nýtt upplýsingaskilti við innkeyrsluna að Hólmavík

Nýtt upplýsingaskilti við innkeyrsluna að Hólmavík

Sett hefur verið upp nýtt upplýsingaskilti við innkeyrsluna að Hólmavík, en það er hannað af Ástu Þórisdóttur. Leysir það af hólmi eldra skilti sem mátti muna fífil sinn fegri og var orðið úrelt að mörgu leyti. Skiltið sýnir götur Hólmavíkur og…