Tónleikar Kórs Átthagafélagsins

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Seljakirkju  sunnudaginn 2. maí kl. 17:00. Stjórnandi er Krisztina Szklenár. Einnig kemur fram á tónleikunum Samkór Mýramanna undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttir. Miðaverð er samkvæmt tilkynningu 1.800 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir…

Vortónleikar kvennakórsins Norðurljós

Kvennakórinn Norðurljós heldur árlega vortónleika sína í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 1. maí. Hefjast þeir kl. 14.00 og verður dagskráin af léttara tagi. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Eftir tónleika býður kórinn tónleikagestum til kaffisamsætis…

Slökkvitækjaþjónusta hjá Aðgát brunavörnum á Hólmavík

Nýtt fyrirtæki hefur hafið starfsemi á Hólmavík og sinnir slökkvatækjaþjónustu og selur búnað til brunavarna, svo sem slökkvitæki, eldvarnateppi og reykskynjara. Einar Indriðason er forsvarsmaður fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Aðgát Brunavarnir. Fyrirtækið yfirfer og fyllir á slökkvitæki af öllum…

Sumarvinna í boði

Strandagaldur auglýsir eftir starfsfólki í sumarvinnu á Galdrasafninu á Hólmavík. Í starfslýsingu kemur fram að starfsfólk skuli taka á móti gestum sýningarinnar í afgreiðslunni, sjá um afgreiðslu og þjónustu á Kaffi Galdri og sjá um að halda húsnæði og umhverfi…

Námskeið um próftækni og prófkvíða í Þróunarsetrinu

Námskeið um próftækni og prófkvíða verður haldið í Þróunarsetrinu á Hólmavík á mánudaginn kemur á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og stendur frá kl. 17-20. Fjallað verður um mismunandi gerðir prófa s.s. ritgerða og krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við…

Vorboðinn úr Dalabyggð syngur í Hólmavíkurkirkju

Söngfélagið Vorboðinn úr Dalabyggð heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 29. apríl og hefjast þeir klukkan 20:30. Dagskráin er fjölbreytt, allt frá vorlögum og til íslenskra þjóðlaga. Það er orðið nokkuð síðan að Vorboðinn söng síðast fyrir Strandamenn og það er…

Tveir hugmyndafundir um Hamingjudaga

Í þessari viku verða haldnir tveir kynningarfundir um bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Opinn fundur verður í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudaginn 28. apríl kl. 19:30. Verður sá fundur hugarflugsfundur þar sem leitað verður eftir hugmyndum og lausnum frá viðstöddum. Einnig…

Hamingjan sanna á súpufundi

Bæjarhátíð Strandabyggðar, Hamingjudagar á Hólmavík, verður kynnt á næsta súpufundi Þróunarsetursins á Café Riis á Hólmavík á fimmtudaginn kemur. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga mun segja frá hátíðinni og væntanlega koma upplýsingum á framfæri um hátíðina sem er framundan í…

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði á Hólmavík

Kynningarfundir um norræna og evrópska menningarsjóði verða haldnir í Þróunarsetrinu á Hólmavík þriðjudaginn 27. apríl kl. 15-17 og í  Þróunarsetrinu á Ísafirði daginn eftir, miðvikudaginn 28. apríl kl. 14-16.  Allir eru velkomnir. Fyrir utan að þekking á þessum möguleikum er mikilvæg grunnþekking fyrir…

Ferðasýning í Perlunni 1.-2. maí

Helgina 1.-2. maí næstkomandi er fyrirhuguð ferðasýning í Perlunni. Sýningin er samstarfsverkefni allra markaðstofa landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Ferðaþjónustu bænda. Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni og býðst öllum ferðaþjónum á Vestfjörðum að taka þátt í sýningunni endurgjaldslaust. Mikið verður…