Nótan á Hólmavík á laugardag

Uppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla verður haldin í Reykjavík í fyrsta sinn laugardaginn 27.mars nk. undir heitinu Nótan, en hátíðin er sambland tónleika og keppni. Undanfari hátíðarinnar í Reykjavík eru sameiginlegir svæðistónleikar á fjórum stöðum á landinu og verða tónleikarnir fyrir Vesturland og Vestfirði …

Ungmennafélagið Geisli á Hólmavík fundar

Aðalfundur Ungmennafélagsins Geisla á Hólmavík verður haldinn í setustofu Grunnskólans á Hólmavík sunnudaginn 14. mars 2010. Hefst fundurinn kl. 20:00 og eru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskránni, þar á meðal skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, kosning nýrrar stjórnar og önnur mál. Allir eru velkomnir…

Villandi vegmerkingar til Ísafjarðar og Hólmavíkur

Fyrir nokkru birti vefurinn strandir.is nokkrar myndir af villandi vegaskiltum á Ströndum, sem enn átti eftir að skipta um eftir að vegurinn um Arnkötludal opnaðist í haust. Er skemmst frá að segja að mjög snarlega var öllum þeim skiltum skipt út,…

Misjöfn eru morgunverkin

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða á Hólmavík höfðu í nógu að snúast nú í morgunsárið. Voru farnir að vinna í viðgerðum um rismál klukkan sex í morgun, áður en flestir aðrir voru komnir í leppana. Straumur hafði hlaupið í rafmagnsstaur með spenni (sem…

Strandagangan í Selárdal á laugardag

Laugardaginn 13. mars verður Strandagangan haldin í Selárdal við Steingrímsfjörð. Þetta er 16. árið í röð sem gangan er haldin, en fyrsta Strandagangan var haldin snjóaveturinn 1995. Það er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna í Selárdal, annaðhvort…

Bingó á Hólmavík á sunnudag

Félag eldri borgara í Strandasýslu heldur bingó í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 14. mars næstkomandi. Hefst skemmtunin klukkan 14:00 og eru frábærir vinningar í boði. Aðgangseyrir er samkvæmt tilkynningu kr. 1.200.- fyrir 12 ára og eldri og er þá eitt…

Vistvænt þenkjandi félagsskapur vill kaupa Nauteyri

Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnun með nafnið The Nauteyri Project sem hefur það að markmiði að kaupa jörðina Nauteyri við Ísafjarðardjúp af sveitarfélaginu Strandabyggð. Þar er síðan ætlunin að koma á laggirnar friðlandi og náttúruverndarsvæði, auk þess að starfrækt verði þar vistvæn og…

Strandabyggð kynnt á súpufundi

Vikulegur súpufundur Þróunarsetursins verður í hádeginu í dag, fimmtudaginn 11. mars, á Café Riis á Hólmavík frá kl. 12:00 – 13:00.  Að þessu sinni er það Strandabyggð sem er til umfjöllunar og mun Ásdís Leifsdóttir kynna sveitarfélagið, þjónustu þess verkefni og…

Aðalfundur FMSV verður haldinn þann 17. apríl

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði laugardaginn 17. apríl n.k. kl. 9:00. Það stefnir í mikla dagskrá í tengslum við aðalfundinn. Á föstudagskvöldinu verður stefnumótunarskýrslan kynnt en verið er að leggja lokahönd á hana um þessar…

Búið að opna veginn í Árneshrepp

Á vefnum www.litlihjalli.it.is kemur fram að Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Mokað var sunnan frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur.;Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni var þessi ákvörðun tekin vegna hversu góð veðurspá er og lítill…