Opið hús í nýju fjárhúsunum í Heydalsá

Laugardaginn 3. apríl verður opið hús í nýju fjárhúsunum á Heydalsá milli kl. 13-16 og eru allir velkomnir. Nýbyggð fjárhúsin verða þá til sýnis ásamt bústofni bæjarins sem er um 620 fjár. Bygging fjárhúsanna hófst í ágúst 2007 og er verið…

Félagsvist og páskabingó í Tjarnarlundi

Spiluð verður félagsvist í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Dölum á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl og hefst spilamennskan kl.20.00. Aðgangseyrir er 700kr og verða páskaegg í vinning fyrir þrjú efstu sæti hjá körlum og konum. Einnig verður páskabingó í Tjarnarlundi, laugardaginn 3. apríl,…

Opinn fundur um rammaáætlun í Steinshúsi

Verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði heldur opinn kynningarfund í Steinshúsi (félagsheimilinu) á Nauteyri við Ísafjarðardjúp kl. 14, í dag 31. mars. Á fundinum verða kynntar niðurstöður faghópa verkefnisstjórnar sem metið hafa svæði og virkjunarkosti,…

Páskaeggjabingó og kökusala

Danmerkurfarar í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru ekki af baki dottnir við að safna í ferðasjóðinn. Miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 verður páskaeggjabingó í Félagsheimilinu á Hólmavík og auk páskaeggja af öllum stærðum og gerðum verða þar…

Lögregluumdæmum fækkað úr 15 í 6

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra þess efnis að lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og að yfirstjórn lögreglu verði skilin frá embættum sýslumanna frá og með næstu áramótum. Miðað er við að frumvarp þessa efnis…

Stjórnmálafundir á Ströndum

Undirbúningur fyrir sveitarstjórnakosningar á Ströndum virðist vera að hrökkva af stað. Í kvöld, mánudag, stendur Framsóknarflokkurinn á Hólmavík fyrir opnum fundi í Kvenfélagshúsinu kl. 20:00 um stjórnmálaástandið og verður Guðmundur Steingrímsson þingmaður gestur fundarins. Annað kvöld, þriðjudag, verður síðan aðalfundur…

Minnt á umsóknarfrest til Menningarráðs Vestfjarða

Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar ráðsins á árinu 2010 rennur út á miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld, þann 28. mars. Hægt er að senda inn umsóknir í gegnum rafrænt form á vefsíðu Menningarráðsins – www.vestfirskmenning.is – eða sem…

Söng-, dans- og gleðileikurinn Grease frumsýndur

Leikfélag Hólmavíkur, Grunnskóli og Tónskóli Hólmavíkur hafa síðustu vikur æft leikritið Grease af miklum krafti og nú er komið að frumsýningu. Verkið er í leikstjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, en tónlistarstjóri er Stefán Steinar Jónsson. Leikendur eru flestir ungir að árum…

Bryggjuhátíð á Drangsnesi á næsta súpufundi

Vikulegir súpufundir á Café Riis á Hólmavík halda áfram og á fimmtudaginn í þessari viku verður Bryggjuhátíð á Drangsnesi kynnt. Hefst fundurinn kl. 12:00 og stendur til 13:00 að venju og verður varpað út á netið í beinni, eins og…

Margrét Eir með tónleika 1. apríl

Margrét Eir verður  með tónleika í Bragganum á Hólmavík fimmtudaginn 1. apríl næstkomandi. Á prógramminu verða lög úr söngleikjum, þar á meðal Cabaret, Les Misarable og Jesus Christ Superstar. Söngleikir eru í rauninni sérsvið Margrétar, en þetta er þó í…