Þorrablót í Árneshreppi

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi ætlar að standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu í Árnesi laugardaginn 13. febrúar og hefst það kl 20:00, ef veður leyfir. Á matseðlinum er hefðbundinn þorramatur; svið, sviðasulta, hrútspungar, hangiket, rófu- og kartöflustappa svo eitthvað sé talið…

Strandasýsludeild Rauða krossins fundar

Aðalfundur Strandasýsludeildar Rauða Kross Íslands verður haldinn 16. febrúar 2010 í Grunnskólanum á Hólmavík kl. 20.00. Á dagskrá aðalfundar er skýrsla formanns og gjaldkera, kosningar og önnur mál. Kosið verður í eftirfarandi embætti: formann, gjaldkera og einn meðstjórnanda. Allir félagar og velunnarar hvattir…

Norðurljósin leika í góða veðrinu

Blíðskaparveður hefur verið á Ströndum síðustu vikur og fádæma góð tíð, nánast frá því í lok nóvember. Svo dæmi sé tekið var logn eða gola í Steinadal í Kollafirði í 27 daga af 31 í janúar og úrkoma var með minnsta…

Þemaferðir á súpufundi

Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki á Ströndum verður kynnt á súpufundi á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 4. febrúar kl. 12:00. Það er Arnlín Óladóttir á Bakka í Bjarnarfirði sem kynnir fyrirtækið sem heitir Þemaferðir. Allir eru velkomnir á súpufundi á Café Riis,…

Þorrablót fóru vel fram

Í fréttatilkynningu um helstu verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku janúar kemur fram að fimm minniháttar umferðaróhöpp, sem tilkynnt voru til lögreglu, urðu á Vestfjörðum, þar af tvö við Hólmavík  og eitt í Vestfjarðargöngunum. Óhöpp þessi voru öll minniháttar, litlar skemmdir og engin…