Pastaveisla á Café Riis á mánudag

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík ætlar að bjóða upp á pastaveislu í hádeginu á mánudag, 1. mars. Eru vinnustaðir og einstaklingar á Hólmavík og nágrenni hvattir til að fjölmenna á staðinn og gæða sér á ljúffengu mánudagspasta sem Bára Karlsdóttir…

Svæðisútvarp Vestfjarða lagt niður

Miklar breytingar verða á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni nú um mánaðamótin. Svæðisbundnar útsendingar leggjast af og var síðasta útsending Svæðisútvarps Vesturlands og Vestfjarða á föstudaginn. Breytingunum og niðurskurði á þjónustu Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni hefur verið harðlega mótmælt, m.a. af nokkrum…

Ágætt veður, erfið færð og enginn mokstur

Ágætt veður er nú við Steingrímsfjörð á Ströndum, en færðin hins vegar ekki upp á marga fiska og frá áramótum eru engir vegir hreinsaðir á laugardögum. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði, Arnkötludalur ófær og þæfingur suður Strandir frá…

Góugleði á Hólmavík frestað um viku

Árlegri Góugleði sem halda átti á Hólmavík á laugardaginn hefur nú verið frestað um viku og verður haldin laugardaginn 6. mars. Veðurspá er ekki góð og ófærð hefur sett strik í reikninginn og sú staðreynd að hvorugur vegurinn til Hólmavíkur…

Fréttir af færð á vegum

Af færð á vegum á Ströndum nú kl. 9:00 á föstudegi er það að segja að fært er á milli Hólmavíkur og Drangsnes, snjór á vegi. Fært er til Ísafjarðar, hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og skafrenningur. Ófært er í Árneshrepp og Bjarnarfjörð….

Súpufundur um tækniþróun, nýsköpun og atvinnulíf

Halldór Jörgensen framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi treður upp á súpufundi á Café Riis í hádeginu föstudaginn 26. febrúar, en hann ætlar að ræða hvernig framfarir í tækniþróun geti nýst við uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Halldór er á hringferð um landið…

Góugleði á Hólmavík á laugardag

Æfingar fyrir árlega Góugleði á Hólmavík hafa verið langar og strangar, en gleðin verður haldin á laugardaginn næsta, 27. febrúar. Verður mikið um dýrðir að venju, glæsilegur matur frá Café Riis, vegleg skemmtiatriði og svo munu stuðboltarnir í Sniglabandinu spila á…

Vetrarríki á Ströndum

Mikið vetrarveður er á Ströndum og snjó hefur kyngt niður í nótt. Þetta þýðir að færð hefur spillst, en samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru allir vegir á Ströndum ófærir nú kl. 9:30 og stórhríð víða. Undantekningin er Hrútafjörður, en þar eru…

Hnyðlingar á náttúrustofufundi á Reykhólum

Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 12:15 – 12:45 flytur Ingvar Atli Sigurðsson, jarðfræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, erindi sitt: "Hnyðlingar i íslenskum gosmyndunum." Erindið er hluti af fyrirlestarröð Náttúrustofa á landinu sem sjónvarpað er í fjarfundi víða um land. Náttúrustofurnar eru sjö í öllum…

Súpufundur næsta föstudag í stað fimmtudags

Næsti súpufundur Þróunarsetursins á Hólmavík og Arnkötlu 2008 verður haldinn föstudaginn þann 26. febrúar í stað fimmtudags eins og venjan hefur verið. Þá mun Halldór Jörgensen framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi koma í heimsókn og fjalla um hvernig framfarir í tækniþróun…