Vel heppnuð landshlutakeppni Samfés

Vel heppnuð landshlutakeppni Samfés

Undankeppni í landshlutakeppni Samfés fór fram á Ísafirði í gær og fjölmenntu krakkar víðs vegar af Vestfjörðum á svæðið. Þrjú atriði frá Ströndum tóku þátt í söngvakeppninni og stóðu krakkarnir sig vel og voru vel studdir af félögum sínum í…

Þjóðfundur á Vestfjörðum

Haldinn verður Þjóðfundur á Vestfjörðum í Íþróttahúsinu í Bolungarvík laugardaginn 6. febrúar. Fundurinn er hluti af fundarröð Sóknaráætlunar 20/20 í öllum landshlutum og hefst kl 10.15 og stendur til 16.15. Fundurinn er ekki opinn en til hans er boðað með bréfi sem…

Uppsetning á háhraðaneti á Ströndum á lokastigi

FréttatilkynningFjarskiptasjóður og Síminn hafa undanfarnar vikur unnið að háhraðanetvæðingu á Vestfjörðum. Verkefnið hefur gengið mjög vel og er uppbyggingu kerfis og tenging notenda lokið að stærstum hluta. Fleiri hafa notað sér þjónustuna en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og hafa…

Spennan eykst fyrir þorrablót á Hólmavík

Þorrablótið á Hólmavík fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík á laugardagskvöld. Að vanda er undirbúningur í höndum Þorranefndar sem samanstendur af átta konum. Ýmsir aðrir leggja líka hönd á plóginn og hefur skemmtidagskráin verið æfð fyrir luktum dyrum undanfarin kvöld….

Sauðfjársetur og Ferðaþjónustan Kirkjuból á súpufundi

Sauðfjársetur og Ferðaþjónustan Kirkjuból á súpufundi

Vikulegur súpufundur á Café Riis á Hólmavík verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 12-13. Að þessu sinni taka Sauðfjársetur á Ströndum og Ferðaþjónustan Kirkjuból höndum saman um kynningu. Rætt verður um rekstur ferðaþjónustu við veg 68, margvísleg verkefni sem fyrirtækin…

Kynningarfundur um svæðisleiðsögunám

Kynningarfundur um svæðisleiðsögunám

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að fara af stað með nám í svæðisleiðsögn á Vestfjörðum og í Dölum. Námið hefst í febrúar en skráningu lýkur föstudaginn 29. janúar. Kynningarfundur um námið verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 27. janúar og hefst kl 20….

Íþrótta- og danshátíð á Hólmavík

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík sem að þessu sinni er jafnframt danshátíð verður haldin í dag, miðvikudaginn 27. janúar og hefst kl. 18:00. Allir eru hjartanlega velkomnir, en hátíðin er með því sniði að fyrst er íþróttahátíð þar sem börnin í…

Sigurður Atlason er Strandamaður ársins 2009

Úrslit liggja nú fyrir í kosningu á Strandamanni ársins 2009, en í síðari umferð var kosið á milli áhafnarinnar á Grímsey ST-2, Ingibjargar Valgeirsdóttur frá Árnesi í Trékyllisvík og Sigurðar Atlasonar á Hólmavík. Það var að lokum Sigurður Atlason sem stóð…

Gerður Kristný fær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Strandir

Gerður Kristný rithöfundur hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Strandir í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum 21. janúar, að kvöldi afmælisdags Jóns úr Vör. Dómnefndin komst að einróma niðurstöðu, en…

Vegaheiti á Ströndum

Vegaheiti á Ströndum

Aðsend grein eftir Matthías Lýðsson. Nokkru eftir að nýjasti hluti Djúpvegar um Arnkötludal og Gautsdal var tekinn í notkun fór að heyrast nafnið Þröskuldar um veginn. Þetta nýja heiti kom nokkuð á óvart, enda ekki annað vitað en þokkaleg sátt…