Félagsvist á Hólmavík í kvöld

Félagsvist verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudaginn 29. desember, og hefst spilamennskan kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 500.- (posi á staðnum) og rennur innkoman í ferðasjóð nemenda í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem hafa tekið stefnuna á…

Arnar Snæberg Jónsson nýr tómstundafulltrúi í Strandabyggð

Arnar S. Jónsson á Hólmavík hefur verið ráðinn í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð úr hópi sex umsækjenda um stöðuna. Starfshlutfall verður 70% til að byrja með, samkvæmt samkomulagi. Arnar hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sauðfjárseturs á Ströndum í hálfri…

Arnar Snæberg Jónsson nýr tómstundafulltrúi í Strandabyggð

Arnar S. Jónsson á Hólmavík hefur verið ráðinn í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð úr hópi sex umsækjenda um stöðuna. Starfshlutfall verður 70% til að byrja með, samkvæmt samkomulagi. Arnar hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sauðfjárseturs á Ströndum í hálfri…

Flugeldasala Dagrenningar á Hólmavík

Flug- og jarðeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík opnar á morgun og kætast þá konur og karlar á Ströndum. Salan fer fram í björgunarsveitarhúsinu Rósubúð (Höfðagötu 9) og er gengið inn baka til, frá Hlein. Opið er 14-20 þann 29. des,…

Áramótaball á Hólmavík

Veglegt áramótaball verður haldið á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík á gamlárskvöld frá klukkan eitt eftir miðnætti og fram til klukkan fjögur. Hljómsveitin Dansband Kolbeins Skagfjörð leikur þar fyrir dansi og mun aðgangseyrir vera 1.000.- krónur (ekki posi á staðnum…

Félagsvist í Tjarnarlundi í Saurbæ

Spiluð verður félagsvist í Auðarskóla Tjarnarlundi, fimmtudagskvöldið 30. desember, og hefst spilamennskan kl. 20:00. Það eru nemendur í skólanum sem standa fyrir spilavistinni. Þátttökugjald er 700 kr. og verður opin sjoppa í hléi. Enginn posi er á staðnum, en allir hjartanlega  velkomnir.

Veldu Strandamann ársins 2010!

Vefurinn strandir.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins sjöunda árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og þá sem standa sig með prýði. Hægt…

Jólaball á Hólmavík

Jólaball á Hólmavík

     Það var góð stemmning á jólaballi á Hólmavík í gær, gengið í kringum jólatré, sungið og trallað. Jólasveinarnir létu sig ekki vanta og mættu fjórir saman, Giljagaur, Hurðaskellir, Kertasníkir og Guggagægir. Voru þeir að venju með gott í poka,…

Helstu verkefni lögreglu á Vestfjörðum

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að síðastliðin vika var tíðindalítil, skemmtanahald um hátíðarnar fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu. Umferð á vegum gekk nokkuð vel í vikunni fyrir jól, þrátt fyrir að færð og veður væri…

Ljósmyndanámskeið fyrir börn

Ljósmyndanámskeið fyrir börn

Mánudaginn 27. des. kl. 15-16 hefst ljósmyndanámskeið fyrir nemendur á grunnskólaaldri á Hólmavík. Það eru þau Tinna Schram ljósmyndanemi og Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku sem nú eru gestir í Skelinni – lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu sem bjóða upp á…