Harmonikkuball fyrir alla aldurshópa á Hólmavík

Harmónikkudansleikur fyrir alla fjölskylduna verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík 2. janúar og stendur frá kl. 20.00-23.00. Er þetta dansleikur fyrir alla aldurshópa og tilvalið fyrir ömmur og afa eða foreldra að kenna börnunum sporin í gömlu dönsunum eða þá öfugt ef þannig…

Opið á Café Riis á nýársnótt

Strandamenn og nágrannar sem hafa hug á að sletta úr klaufunum á nýársnótt hafa gott tækifæri til þess, því opið verður á Café Riis á Hólmavík frá kl. 00:30 og fram eftir nóttu. Eddi Kristjáns hefur tekið að sér að…

Erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum

Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Skemmtanahald var með hefðbundnum hætti um hátíðarnar og þurfti lögregla að hafa talsverð afskipti af fólki vegna ölvunar, pústra og ágreinings. Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu en…

Móttökustaður Sorpsamlagsins opinn í dag

Hólmvíkingar og nærsveitungar hafa margir byrjað að flokka rusl af miklum krafti eftir að Sorpsamlag Strandasýslu opnaði móttökustöð fyrir flokkaðan úrgang fyrr í desember. Þar eru mismunandi flokkar presssaðir í dýrindis ruslapressu og sendir í endurvinnslu. Aukaopnun verður í dag, 30. desember frá kl. 16:00-18:00, í…

Fjölmennt á félagsvist

Það var spilað á 12 borðum á félagasvist á Hólmavík í gær sem Danmerkurfarar í skólanum á Hólmavík stóðu fyrir. Eftir spilamennskuna kom í ljós að hjónin Hugrún og Guðmundur á Kjarlaksvöllum í Saurbæ voru stigahæst í karla- og kvennaflokki…

Jólaball á Hólmavík

Hurðaskellir og félagar litu við á jólaballi á Hólmavík á annan í jólum og létu öllum illum látum að venju, sungu og trölluðu og gáfu krökkunum mandarínu. Svo var gengið í kringum jólatré og sungið við undirleik Stefáns Jónssonar. Loks…

Félagsvist á Hólmavík

Í kvöld, mánudaginn 28. desember, verður haldin félagsvist í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst spilamennskan kl. 20:00 og eru allir velkomnir. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir félagsvistinni og er aðgangseyrir kr. 500.- á mann….

Flugeldasala, sýningar og brenna á Hólmavík

Áramótin nálgast nú óðfluga og er því ekki úr vegi að minna á mikilvægustu fjáröflun björgunarsveitanna í landinu, sem er jú flugeldasalan um áramótin. Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík verður í Rósubúð á Höfðagötu 9 og er gengið inn frá Hlein….

Jólaböllin í dag

Jólaböll eru víða á dagskránni í dag. Bæði á Drangsnesi og Hólmavík eru hefðbundin jólaböll í samkomuhúsum staðanna og hefjast á báðum stöðum kl. 14:00. Ekki þarf að efast um að gengið verður í kring um einiberjarunn og jólasveinar líta…

strandir.is óska öllum lesendum hamingjuríkra jóla