Hollvinasamtök Borðeyrar

Í sumar voru stofnuð Hollvinasamtök Borðeyrar við Hrútafjörð. Mæting var góð á stofnfundinn og fór fram úr björtustu vonum þeirra er að undirbúningi komu, en 28 manns sátu fundinn og skráðir félagar eru nú orðnir 50 talsins. Á stofnfundinum voru samþykktar samþykktir fyrir Hollvinasamtökin,…

Lög flytjenda í kvöld ákveðin

Þátttakendur í árlegri keppni í karókísöng á Ströndum ákváðu endanlega í gærkvöldi hvaða lög þeirra ætla að flytja í Bragganum nú í kvöld. Eins og venja er þá er um fjölbreyttar lagasmíðar að ræða, allt frá unaðstæru píkupoppi upp í graðhestarokk…

Áskorun frá fermingarbörnum á Hólmavík 1968

Vefnum strandir.is hefur borist svohljóðandi áskorun frá fermingarbörnum á Hólmavík 1968 vegna söfnunar fyrir orgeli í Hólmavíkurkirkju: "Eins og flestir vita er orgelið í Hólmavíkurkirkju ónýtt og hefur þegar verið fest kaup á nýju. Nokkuð vantar upp á að fjármagna verkefnið og hefur fyrsti…

"Menn verða kátari á fundinum í Bjarkalundi en nokkru sinni fyrr"

„Menn verða kátari á fundinum í Bjarkalundi en nokkru sinni fyrr“

Viðtal við Sigurð AtlasonFramundan er fundaherferð um Vestfirði sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa boðað til. Þar á að vinna að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum með virkri þátttöku íbúa og ferðaþjóna á hverju svæði. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Bjarkalundi laugardaginn…

Karaoke-keppnin nálgast óðfluga

Nú eru leikar heldur betur farnir að æsast fyrir Karaokekeppnina 2009 sem verður haldin í Bragganum á Hólmavík. Margir keppenda voru við stífar æfingar í Bragganum í dag og mikil stemmning í hópnum sem er stærri en nokkru sinni fyrr…

Súpufundur á Café Riis fimmtudag

Súpufundir á Café Riis á Hólmavík nutu mikilla vinsælda síðasta vetur, en þar var á dagskránni kynning á fyrirtækjum, félögum og stofnunum sem starfa á Ströndum. Nú er þráðurinn tekinn upp að nýju og stefnt að súpufundum í hádeginu á…

Orgelvika í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar

Sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju leitar nú leiða til að fjármagna kaup á nýju orgeli og hefur fengið tilboð í nýtt orgel af gerðinni Ahlborn V, sem er rafmagnsorgel framleitt í Þýskalandi. í fréttatilkynningu kemur fram að Kaupfélag Steingrímsfjarðar mun taka þátt í…