Hörður Torfason með tónleika á Reykhólum

Á vefnum reykholar.is segir frá því að söngvaskáldið Hörður Torfa heldur tónleika í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum kl. 20.30 í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. nóvember. Búast má við nýju tónlistarefni í bland við gamalkunnugt og sígilt. Tónleikarnir eru á vegum Leikfélagsins…

Bókasafnið opið á þriðjudagskvöld

Samkvæmt tilkynningu frá Héraðsbókasafni Strandasýslu verður opið þessa vikuna frá 20:00-21:00 þriðjudagskvöldið 24. nóvember, en ekki fimmtudagskvöldið eins og venjulega. Ekki verður heldur opið á föstudags- og mánudagsmorgun, en aðra skóladaga er opið frá 8:40-12:00. Jólabókunum er farið að fjölga…

Þungfært í Árneshrepp, hálka á Arnkötlu

Fallegt haustveður er nú á Hólmavík. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka og éljagangur á nýja veginum um Arnkötludal og einnig er hálka á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Ennishálsi og í Bitru og við norðanverðan Steingrímsfjörð. Krap og snjór er á…

Landnám minksins í Árneshreppi

Síðustu misseri hefur verið unnið að því að gera gömul dagblöð og tímarit aðgengilegri og þar er að sjálfsögðu aragrúi upplýsinga um mannlíf á Ströndum og sögu svæðisins. Margt skemmtilegt er þar innan um. Fréttaritari rakst á frásögn af fyrsta minknum sem sást í Árneshreppi, en hann var…

Ályktanir frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík var haldinn í Grunnskólanum fyrir nokkru og fór vel fram. Í stjórn fyrir veturinn 2009-2010 voru kosnir Arnar S. Jónsson, Kristinn Schram og Sverrir Guðbrandsson. Líflegar umræður urðu um skólastarfið og samdar og…

Tölvunámskeið á Borðeyri

Á morgun, föstudag kl 15:00, lýkur skráningu á tölvunámskeið sem haldið verður á Borðeyri um helgina og er á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem nota tölvur á skapandi hátt í starfi eða til heimilisnota. Farið verður…

Skrafað og skeggrætt um refaveiðar

Eftir að fram kom að fyrirhugað var að fella styrk ríkisins til refaveiða að upphæð 17 milljónir út úr fjárlögum 2010 hafa verið líflegar umræður um refastofninn, veiðimennsku, rannsóknir og jafnvel verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Æðarbændur og sauðfjárbændur hafa mótmælt…

Nýjar reglur um vetrarþjónustu á vegum

Birtar hafa verið nýjar reglur um vetrarþjónustu á vegum landsins á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þjónusta verður óbreytt frá núgildandi reglum út árið 2009. Frá og með áramótum verður snjómokstur hins vegar skorinn niður og þjónustutíminn á hverjum degi styttur. Þó verður…

Þörungaverksmiðjan á súpufundi

Á vikulegum súpufundi fimmtudaginn 19. nóvember mun Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum kynna starfsemi verksmiðjunnar. Það verður eflaust fróðlegt fyrir íbúa á Ströndum að fá tækifæri til að kynnast þeirri starfsemi. Þörungaverksmiðjan framleiðir mjöl úr klóþangi (Ascophyllum nodosum)…

Strandsvæði – sóknarfæri fyrir vestfirsk samfélög

Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember næstkomandi, kl 20.00. Val fundarstaðar er ekki tilviljun, hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi…