Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi um helgina

Á vefnum reykholar.is er minnt á jólamarkaðinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi um helgina, bæði á laugardag og sunnudag kl. 13-18. Félög sem starfa í Reykhólahreppi selja þar ýmsan varning til jólanna og aðrar vörur, svo sem kort, jólapappír, perur, kerti,…

Strandamaður á Evrópumót í krullu

Lið frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar tekur þátt í Evrópumótinu í krullu sem fram fer í Aberdeen í Skotlandi 4.-12. desember. Landslið Íslands skipa Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði, Strandamaðurinn Ólafur Númason, Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson og Sveinn H. Steingrímsson varamaður….

Frá Bjargtöngum að Djúpi komin í bókaverslanir

Út er komin bókin Frá Bjargtöngum að Djúpi, nýr flokkur 2. bindi, en þetta er tólfta bókin í þessum vinsæla bókaflokki, en í honum er fjallað um mannlíf á Vestfjörðum fyrr og nú, í sinni fjölbreytilegu mynd. Mjög aðgengileg bók…

Jambo, hakuna matata, simbi og mamba

Strandamenn hafa allmargir lært nokkur orð í Swahili sem er viðskiptamál í Afríku síðustu daga. Þeir vita líka núna að efnahagslíf Madagaskar varð fyrir áfalli 1985 þegar Coca Cola hætti að nota jafn mikla vanillu í uppskriftina og áður og…

Verkalýðsfélag Vestfjarða styrkir félagasamtök á Hólmavík

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekið fyrir erindi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga varðandi Félagsheimilið á Hólmavík. Svohljóðandi tillaga hafði verið samþykkt á fundi Verkalýðsfélagsins: „Vegna eignarhlutar Verkalýðsfélags Vestfirðinga í Félagsheimilinu á Hólmavík sem er 8%, þá er lagt til að sá…

Niðurskurður í skólastarfi: Umræða og ályktun

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar voru lagðar fram ályktanir frá aðalfundi Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík um að standa vörð um öflugt skólastarf í Grunn- og tónskóla Hólmavíkur, hlífa því við frekari niðurskurði og draga ekki úr þjónustu við nemendur, að leitað…

Stórhríð á Arnkötlu og ófært í Árneshrepp

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar nú í kvöld, fimmtudag, er gríðarlega blint og stórhríð á nýja veginum um Arnkötludal, sem Vegagerðin hefur reyndar kallað Þröskulda í fréttatilkynningum upp á síðkastið. Eins er orðið ófært í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Fréttaritari átti leið um…

Sameining verkalýðsfélaga í Hrútafirði

 Það sem af er þessu ári hefur verið að störfum undirbúningsnefnd um sameiningu Verkalýðsfélags Hrútfirðinga og Stéttarfélagsins Samstöðu. Þeirri vinnu lauk með því að þann 31. október sl. var boðað til stofnfundar nýs verkalýðsfélags að Staðarflöt í Hrútafirði. Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir…

Skjólskógar á súpufundi á Hólmavík

Gómsæt súpa með skemmtilegum og fræðandi kynningum um fyrirtæki og verkefnier orðinn fastur liður í menningar- og mannlífinu á Ströndum í hádeginu á fimmtudögum kl. 12:00-13:00. Á súpufundi á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 26. nóv. mun Arnlín Óladóttir kynna starfsemi Skjólskóga á Vestfjörðum. Skjólskógar…

Frestur til að sækja um í Húsafriðunarsjóð til 1. desember

Frestur til að sækja um í Húsafriðunarsjóð vegna ársins 2010 rennur út 1. desember. Á vefsíðu sjóðsins er að finna nánari upplýsingar og umsóknareyðublað. Tilvonandi umsækjendur eru hvattir til að kynna sér gögnin og hefjast handa við umsóknagerð í tæka…