Ráðgjafahópur um raforkuöryggi og orkufrekan iðnað á Vestfjörðum

Samkvæmt frétt í Svæðisútvarpi Vestfjarða hefur verið skipaður þriggja manna ráðgjafahópur sem á að fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum og í honum eru einnig Matthildur…

Opinn stjórnmálafundur á Hólmavík

Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi boða til opins stjórnmálafundar á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 28. október næstkomandi og hefst fundurinn kl. 20:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður fundarefni stjórnmálaviðhorfið, fjárlagagerð og efnahagsmál, byggða-, sjávarútvegs- og samgöngumál. 

Árleg karókíkeppni á Café Riis

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér, segir í ágætum dægurlagatexta sem öllum væri hollt að rifja upp og íhuga. Ekki síst nú, þegar komið er að árlegri karókí og söngvakeppni Café Riis sem haldin verður föstudaginn…

Persónukjör í sveitarstjórnir í vor?

Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um persónukosningar í sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. Ekki er annað að skilja á frumvarpinu en að ætlast sé til að það verði að lögum og kosið verði eftir því við kosningar til sveitarstjórna næsta…

Aðalfundur foreldrafélags á fimmtudaginn

Í fréttatilkynningu frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík kemur fram að aðalfundur félagsins þetta skólaárið verði haldinn næstkomandi fimmtudag, 29. október, í Grunnskólanum og hefst fundurinn klukkan 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem opnar umræður verða um ýmis mál…

Þrjú verkefni á Strandavegi hafa dregist

Strandavegur (nr. 643) hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið, en hann liggur um norðanverðar Strandir, úr botni Steingrímsfjarðar og um Bjarnarfjarðarháls og Veiðileysuháls norður í Árneshrepp. Kristján Möller samgönguráðherra sagði veginn erfiðan í umræðum á Alþingi í síðustu…

Ný skipting landsins í sjö sóknarsvæði

Á næstu mánuðum verða mótaðar sóknaráætlanir í öllum landshlutum samkvæmt nýrri skiptingu landsins í sjö svæði sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Heimamenn á hverju svæði um sig og fjöldi hagsmunaaðila, stofnana og ráðuneyta munu koma að verkinu undir forystu…

Árbók sveitarfélaga komin á netið

Árbók sveitarfélaga 2009 er nú komin á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga og er þar margan fróðleiksmola að finna um sveitarfélög á landinu. Í bókinni er að finna ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélaganna, en einnig fjölmargar aðrar upplýsingar um…

Fjárlaganefnd vill styðja framhaldsskóladeild á Hólmavík

Í skýrslu sveitarstjóra á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 13. október var greint frá fundi með Fjárlaganefnd Alþingis. Í fundargerð segir að farið hafi verið með tvö erindi á fund nefndarinnar, styrkbeiðnir vegna lagfæringa á Félagsheimilinu á Hólmavík annars vegar…

Menningarsjóður Hlaðvarpans óskar eftir umsóknum um styrki

Menningarsjóður Hlaðvarpans hefur óskað eftir umsóknum um styrki. Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir,…