Málþing um framtíðarsýn í ferðaþjónustu

Starfsgreinasamband Íslands og Matvís, Matvæla og veitingafélag Íslands halda opið málþing á Hótel Ísafirði 24. september 2009 um framtíðarsýn í ferðaþjónustu. Málþingið, sem er haldið í samvinnu við Ferðamálsamtök Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða mun leitast við að svara spurningum um…

Arnkötludalur verður hluti af Djúpvegi

Arnkötludalur verður hluti af Djúpvegi

Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar kemur fram að nýi vegurinn um Arnkötludal verður hluti Djúpvegar og með vegnúmerið 61. Til stendur að opna veginn (sem reyndar er ýmist kallaður Tröllatunguvegur eða Tröllatunguheiði af Vegagerðinni) fyrir umferð um næstu mánaðarmót. Vegnúmerið 61 færist…

Hætta á alvarlegu ástandi við sjúkraflug til Hólmavíkur

Á ruv.is er sagt frá því að alvarlegt ástand gæti skapast í sjúkraflugi vegna skertrar þjónustu á nokkrum flugvöllum á landsbyggðinni og er flugvöllurinn á Hólmavík nefndur sem dæmi. Flugstjórar sjúkraflugsþjónustu Mýflugs eru ómyrkir í máli um ástandið, en í…

Réttarkaffi og Réttir í Sævangi á sunnudag

Sunnudaginn 20. september verður haldið réttarkaffi í Sauðfjársetrinu í Sævangi við Kirkjubólsrétt. Hlaðborðið verður opið frá kl. 13-17 og þar verður gómsætt bakkelsi selt gegn vægu verði að vanda. Á sama tíma opnar í kaffistofunni sýningin Réttir, en hún samanstendur af glæsilegum verkum…

Rjúpa í morgunmatinn

Undanfarna daga hefur hópur af rjúpum flögrað um Hólmavík, en þær eru nú heldur en ekki farnar að færa sig upp á skaftið. Þegar Bríanna Jewel Johnson sem er átta ára opnaði útidyrahurðina einn morguninn og ætlaði að labba af stað í…

Bundið slitlag komið á helming Arnkötludals

Á visir.is er sagt frá því að lagning bundins slitlags á nýja veginn um Arnkötludal sé ríflega hálfnað og vonast verktakinn til að verkinu ljúki á næstu átta til níu dögum, ef ekki rignir mjög. Þessi nýi 25 kílómetra langi…

Rækjuveiðar á Íslandsmiðum

Frystitogarinn Eyborg EA fer í slipp á Akureyri á næstu dögum, en síðan á rækjuveiðar á Íslandsmiðum í október. Rækjan verður fryst um borð og hún síðan þídd upp og unnin hjá Hólmadrangi á Hólmavík. Frá þessu er sagt á ruv.is….

Íslendingar á víkingaöld: Líf og aðstæður fólksins í Íslendingasögunum

Föstudaginn 18. september verður Dr. William R. Short gestur Vísindaports Háskólaseturs Vestfjarða. Þar mun hann fjalla um væntanlega bók sína, Icelanders in the Viking Age: The lives and Times of the Pople of the Sagas. Bókinni er ætlað að veita…

Stefnumót á Ströndum – lokadagur 15. sept.

Síðasti sýningardagurinn á atvinnu- og menningarsýningunni Stefnumót á Ströndum er í dag, 15. september, frá kl. 13-17 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Eru allir sem enn hafa ekki barið dýrðina augum hvattir til að kíkja við og skoða hvað er efst…

Ný stjórn hjá Leikfélagi Hólmavíkur

Ný stjórn hjá Leikfélagi Hólmavíkur

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur var haldinn í gær og var þar kosin ný stjórn í félaginu. Aðalmenn í stjórn eru nú Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnar S. Jónsson og Salbjörg Engilbertsdóttir. Margt var skrafað og skeggrætt á fundinum, bæði fornir leiksigrar, uppsetning síðasta…