Útafakstur við Hrófá

Í fréttatilkynningu lögreglunnar um verkefni í síðustu viku kemur fram að á föstudag varð umferðaróhapp við gatnamótin við Hrófá, þar sem í framtíðinni verður lagt af stað um Arnkötludal. Þar missti ökumaður vald á bifreiðinni og hún hafnaði fyrir utan veg, en ekki…

Sveitarfélögum gæti fækkað í 17

Í textavarpi RÚV kemur fram að ákveðið hefur verið að leggja í hendur Alþingis að ákveða sameiningar sveitarfélaga. Hingað til hafa íbúar sveitarfélaga yfirleitt kosið um sameiningar, nema þar sem íbúafjöldi var kominn niður fyrir 50. Fjögurra manna hópur á …

Bættu um betur – raunfærnimat

Í kvöld, mánudagskvöldið 28. september kl. 20, verður haldinn kynningarfundur á svokölluðu Raunfærnimati á Kaffi Galdri á Hólmavík. Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi mætir á fundinn og kynnir raunfærnimatið. Þá mun Kristín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða kynna starfsemi vetrarins…

Bundið slitlag alla leiðina milli Hólmavíkur og Þingeyrar

Snemma í september var ný brú yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi vígð og tekin í notkun. Færðist þá aðalvegurinn milli Hólmavíkur og Ísafjarðar þangað, en vegurinn um Eyrarfjall milli Ísafjarðar og Mjóafjarðar hefur verið lagður af og líklega lokað því hann er merktur…

Stefnt að fækkun sýslumanna

Ríkisvaldið stefnir að því að fækka sýslumannsembættum í landinu úr 24 í 7 í sparnaðarskyni. Eins er ætlunin að gera breytingar á starfsemi embættanna og gera þau hæfari til að sinna flóknum og sérhæfðum verkefnum. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra greindi frá…

Tilboð í gerð grjótvarnar á Hólmavík opnuð

Á dögunum voru opnuð tilboð í gerð grjótvarnar á Hólmavík og er birt yfirlit yfir tilboðin á vefsíðu Siglingamálastofunar – www.sigling.is. Verkið ber heitið Hólmavík, grjótvörn í vesturkant stálþilsbryggju og voru tilboðin opnuð samtímis á skrifstofum Siglingastofnunar og Strandabyggðar. Lægsta…

Framsóknarþingmenn með fund á Hólmavík

Þingflokkur Framsóknarflokksins heldur opinn stjórnmálafund á Hólmavík, mánudaginn 28. september kl. 12:00, á veitingastaðnum Café Riis. Á fundinum fer formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, yfir það sem efst er á baugi í landsmálunum. Eftir framsögu hans gefst fundargestum kostur á…

Slitlag komið á Arnkötludal

Búið er að leggja fyrri umferðina af bundna slitlaginu á nýja veginn um Arnkötludal, en seinni umferðin verður ekki lögð fyrr en á næsta ári. Vegurinn hefur ekki verið opnaður fyrir umferð. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ekki hafa…

Flöskusöfnun í kvöld

Nemendur í 8.-9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík eru byrjaðir að safna fyrir Danmerkurferð haustið 2010 og er ætlunin að safna flöskum á Hólmavík og nágrenni í kvöld, þriðjudag, og senda í endurvinnslu. Er þetta einn liðurinn í söfnunarátakinu og…

Fyrir opnu hafi – Bæjarættin

Nú er unnið að lokafrágangi fyrir útgáfu á bókinni Fyrir opnu hafi þar sem fjallað er um Bæjarættina og niðjatal Guðmundar og Ragnheiðar í Bæ á Selströnd og barna þeirra 13 birt. Vegna útgáfunnar er nú leitað til lesenda strandir.is og…