Fjölmargir Strandamenn á unglingalandsmót

Fjölmargir leggja land undir fót um Verslunarmannahelgina eins og venjulega, en straumurinn af Ströndum liggur örugglega fyrst og fremst á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki. Þangað eru mættar fjölmargar fjölskyldur af Ströndum og munu ýmist keppa eða fylgjast með keppnishaldinu um helgina….

Héraðsbókasafnið í sumarfrí

Héraðsbókasafn Strandasýslu sem er staðsett í Grunnskólanum á Hólmavík er að fara í sumarfrí, en síðasti opnunardagur er í kvöld, fimmtudaginn 30. júlí frá kl. 20:00-21:00. Eftir það verður safnið lokað þangað til skóli hefst í haust. Bókaormar eru því hvattir…

Lýðveldið við fjörðinn

Dagana 1. og 2. ágúst 2009 verður haldin myndlistarsýning í Ingólfsfirði á Ströndum undir yfirskriftinni Lýðveldið við fjörðinn og eru allir velkomnir. Sýningin er til húsa í Kvennabragganum á Eyri í Ingólfsfirði og verður opnuð kl. 14 laugardaginn 1. ágúst og verður opin…

Þjóðbrók og hitt hyskið vekja lukku

Sýningar Dúkkukerrunnar á leikritinu Þjóðbrók og hitt hyskið á Galdraloftinu á Hólmavík hafa vakið lukku. Tíu sýningum er nú lokið og verður næst sýnt á fimmtudagskvöldið 30. júlí, kl. 20:00. Í verkinu er fléttað saman nokkrum þjóðsögum af Ströndum, þar…

Listamannaverbúð og lífróður á Ströndum

Nú stendur yfir á vegum Þjóðfræðistofunnar á Hólmavík svokölluð Listamannaverbúð á Ströndum. Þar er um að ræða stefnumót þátttakenda í sýningu og málþingi Hafnarborgar sem halda á syðra í haust undir yfirskriftinni Lífróður, við heimamenn á Ströndum. Lista- og fræðimenn eru…

Brúin yfir Mjóafjörð opnuð 20. ágúst

Samkvæmt fréttavefnum bb.is á Ísafirði er gert ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýja brú yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi 20. ágúst næstkomandi. Nýi vegurinn út að Reykjanesi, yfir Reykjarfjörð, Vatnsfjarðarháls og Mjóafjarðarbrúna leysir þá veginn yfir Eyrarfjall (Hestakleif) af…

Arnkötludalur opnaður í ágústlok

Arnkötludalur opnaður í ágústlok

Samkvæmt frétt á ruv.is verður byrjað að klæða veginn um Arnkötludal í annarri viku af ágúst. Haft er eftir Ingileifi Jónssyni verktaka að hægt verði að aka nýja veginn um mánaðamótin ágúst september. 35 manns vinna nú við verkið. Samkvæmt…

Vestfirsk ævintýrahandbók fjölskyldunnar

Markaðsstofa Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa gefið út Ævintýrahandbók fyrir fjölskylduna um Vestfirði sumarið 2009. Í bókinni er að finna spennandi og skemmtileg ævintýri sem fjölskyldur geta upplifað saman á Vestfjörðum, en markmiðið með útgáfunni er að hjálpa fjölskyldum að lenda…

Háhraðanet í hluta Árneshrepps

Frá því er sagt á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is að fyrir stuttu síðan var settur upp fjarskiptabúnaður fyrir háhraðanettengingu í gegnum 3G símakerfið í fjarskiptastöðinni við Reykjaneshyrnu í Árneshreppi. Heimili, fyrirtæki og stofnanir í stórum hluta Árneshrepps eiga því kost á háhraðaneti sem kemur…

Félag fagfólks í frítímaþjónustu skorar á sveitarstjórnir

Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarstjórnum á Íslandi áskorun um að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þeim umbrota- og óvissutímum sem Íslendingar lifa nú. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu…