Héraðsmót í frjálsum íþróttum

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum verður haldið í dag, laugardaginn 27. júní, á íþróttavellinum við Sævang í Steingrímsfirði. Hefst mótið kl. 11:00 með keppni í yngstu flokkunum. Allir áhugamenn um íþróttastarf, ungir sem eldri, eru hvattir til að kíkja á mótið…

Fyrirheit Bjarna Ómars á Kaffi Norðurfirði

Bjarni Ómar lagahöfundur og hljómplötuútgefandi og Stefán Steinar Jónsson píanóleikari munu kynna hljómplötuna Fyrirheit fyrir íbúum Árneshrepps og öðrum gestum með tónleikum á veitingastaðnum Kaffi Norðurfirði. Tónleikarnir eru haldnir laugardagskvöldið 27. júní og hefjast klukkan 20:00. Vakin er athygli á að frítt…

Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum næsta vor

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag, frumvörp dómsmálaráðherra um persónukjör í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Verða frumvörpin nú send stjórnarþingflokkunum til afgreiðslu eins og venja er. Persónukjörskerfi það sem lagt er til, er að írskri fyrirmynd og byggir á óröðuðum…

Hamingjudagskráin þéttist

Dagskráin fyrir Hamingjudaga á Hólmavík er að taka á sig mynd og er hægt að nálgast pdf-skjal með dagskránni hér undir þessum tengli. Stefnt er að því að dagskránni verði dreift í vikulokin á 5000 heimili í nágrannabyggðarlögum og um Strandir með Gagnvegi….

Kíkt á kalkþörunga í Steingrímsfirði

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar fyrr í vikunni var tekin fyrir umsókn um rannsóknarleyfi á kalkþörungum á hafsbotni Húnaflóa. Í fundargerð kemur fram að borist hafði erindi til sveitarfélagsins frá Orkustofnun þar sem leitað er eftir umsögn Strandabyggðar um umsókn Björgunar ehf. og…

Samkeppni um merki (lógó) fyrir Sjávarútvegsklasa Vestfjarða

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða er samstarfsvettvangur sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum þar sem unnið er að sameiginlegum hagsmunamálum, svo sem markaðsmálum, þróunarstarfi, nýsköpun, menntun og innkaupum. Klasinn efnir nú til samkeppni um hönnun á merki fyrir Sjávarútvegsklasa Vestfjarða. Merkið verður notað í kynningarstarfi sem fylgja starfi sjávarútvegsklasans. Merkið…

Sirkusnámskeið í býtið

Það var fjölmenni og mikið fjör á sirkussýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, en þar sýndi fjöllistafólk undir yfirskriftinni Shoeboxtour Iceland 09. Í fyrramálið verður síðan námskeið fyrir börn og unglinga á öllum aldri á sama stað. Ætlunin var…

Vestfjarðavíkingarnir stoppa á Ströndum

Vestfjarðavíkingurinn fer fram dagana 2. til 4. júlí í ár, víðsvegar um Vestfirði. Fyrsta keppnisgreinin fer fram fimmtudaginn 2. júlí kl. 14:00 í sundlauginni á Hólmavík, en síðar sama dag kl. 18:00 verður önnur keppnisgreinin í Heydal í Mjóafirði. Magnús Ver Magnússon hefur unnið…

Strandahestar tölta af stað

Fyrirtækið Strandahestar sem hefur höfuðstöðvar og hesthús á Víðidalsá mun í sumar bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á styttri hestaferðir í nágrenni Hólmavíkur. Á næstu árum ætlar fyrirtækið síðan að markaðssetja sex daga ferðir norður á Strandir, þ.e. frá Hólmavík norður í…

Fjáröflunartónleikar í Hólmavíkurkirkju

Miðvikudagskvöldið 24. júní næstkomandi munu tónlistarmennirnir Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán Jónsson  vera með fjáröflunartónleika í Hólmavíkurkirkju klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 500 kr. fyrir yngri en 16 ára. Aðgangseyrir fer óskiptur í sjóð sem ætlað er að…