Fermingarbörn fyrr og nú

Á morgun, hvítasunnudaginn 31. maí, fermast sjö börn í Hólmavíkurkirkju, en það eru þau Arnór Jónsson, Benedikt Almar Bjarkason, Darri Hrannar Björnsson, Dagrún Kristinsdóttir, Emil Sigurbjörnsson, Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir og Jakob Ingi Sverrisson og hefst athöfnin kl. 14:00. Annar hópur fermingarbarna…

Viltu finna milljón? í kvöld

Hinn geggjaði gamanleikur, Viltu finna milljón? verður sýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og hefst sýningin klukkan 20:00. Þetta er síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á verkinu sem er fyrirhuguð á Hólmavík, en einnig eru á dagskrá sýningar í Keflavík laugardaginn…

Listaháskóli unga fólksins á Hólmavík

Dagana 8.-12. júní næstkomandi gefst ungu fólki á Vestfjörðum kostur á að sækja Listaháskóla unga fólksins á vegum Háskólaseturs Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þessa viku standa til boða fjölbreytt dagsnámskeið í ólíkum listgreinum fyrir ungt fólk…

Vel heppnuð leikferð um Norðurland

Leikfélag Hólmavíkur lagði land undir fót um síðustu helgi og sýndi leikritið Viltu finna milljón? á Hvammstanga og Siglufirði og í Hrísey. Leikferðin var mjög vel heppnuð og mæting á sýningar með ágætum á öllum stöðunum. Nú er farið að…

Menningarráð Vestfjarða úthlutar styrkjum

Fyrri úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 28. maí og hefst athöfnin kl. 16:00. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls eru veittir styrkir til 48 verkefna að þessu…

Fjögur útköll sama kvöldið

Það er stundum í mörgu að snúast hjá Björgnarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, en síðastliðinn föstudag voru þó útköllin óvenjulega mörg. Um kl 19:30 kom útkall um fastan bíl á Þoskafjarðarheiði sem er lokuð og fóru tveir björgunarsveitarmenn á bíl Dagrenningar…

Námskeið um markaðssetningu

Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Atvest standa nú fyrir hagnýtu námskeiði fyrir aðila í ferðaþjónustu og aðra sem vilja finna góðar leiðir til að koma fyrirtæki sínu á framfæri. Námskeiðið verður þriðjudaginn 26. maí og er kennt á Ísafirði, en einnig í gegnum fjarfundarbúnað á…

Íbúafundur um Hamingjudaga

Íbúafundur um bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík verður haldinn í kvöld, mánudaginn 25. maí kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga kynnir þar drög að dagskrá og leitar jafnframt eftir hugmyndum og framlagi íbúa. Þegar hefur verið…

Strandhögg 2009 – óvenjuleg ráðstefna á Ströndum

Helgina 12.-14. júní verður haldin gríðarmikil ráðstefna á Ströndum og er það óvenjulegt við hana að fyrirlestrar verða fluttir út um víðan völl, ef svo má að orði komast. Það er Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi sem standa…

Heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Um næstu áramót verða átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi, Ströndum og í Vestur-Húnavatnssýslu sameinaðar undir einn hatt og fær nýja stofnunin nafnið Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Höfuðstöðvar verða á Akranesi og framkvæmdastjóri verður Guðjón Brjánsson. Þær stofnanir sem renna saman í eitt eru Heilbrigðisstofnunin…