Vorþing Þjóðfræðistofu á laugardag

Í dag laugardag, þann 11. apríl, klukkan 13:30, mun Þjóðfræðistofa blása til vorþings á Hólmavík og kynna ýmis verkefni sín og samstarfsmanna. Fjallað verður m.a. um þjóðerni og íróníu. Sýnd verða sýnishorn úr heimildamyndum í framleiðslu Þjóðfræðistofu, svo sem Leitin að Gísla Suurinpojan,…

Kolaport á Hólmavík á skírdag

Kolaport verður í félagsheimilinu á Hólmavík á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl, frá kl. 14:00-18:00. Margvíslegir sölubásar verða á staðnum og hægt að kaupa fjölbreytilegustu gersemar. Veitingasala og kaffihúsastemmning með lifandi tónlist verður í Kolakaffinu sem verður opið allan tímann. Þar…

Opin æfing hjá Leikfélaginu í kvöld

Um þessar mundir standa yfir stífar æfingar hjá Leikfélagi Hólmavíkur á farsanum Viltu finna milljón eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Átta leikarar taka þátt í uppsetningunni auk fjölda annarra hjálparkokka. Í kvöld, miðvikudagskvöld 8. apríl, verður haldin…

Króksverk með lægsta tilboð í efnisvinnslu í Bitru

Í gær voru opnuð tilboð efnisvinnslu í Bitrufirði á Ströndum, en þar er um að ræða mölun á efra burðarlagsefni og klæðingarefni í einni námu. Króksverk ehf á Sauðárkróki átti lægsta tilboð, tæpar 23,8 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður var tæpar 33,5 milljónir….

Dalabyggð vill útboð á veginum um Laxárdal

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar í dag var samþykkt svohljóðandi bókun um að farið verði í vegabætur um Laxárdalsheiði: "Byggðarráð Dalabyggðar skorar á Vegamálastjóra að bjóða hið fyrsta út framkvæmdir við endurbætur á veginum um Laxárdal. Vegurinn um Laxárdal er þjóðleið sem tengir Vesturland við…

Íbúafundur í Bæjarhreppi

Sveitarstjórn Bæjarhrepps hélt íbúafund í Grunnskólanum á Borðeyri þann 28. mars síðastliðinn.Mjög vel var mætt á fundinn, en um 40 manns mættu. Fundurinn hófst með framsöguræðu oddvitans Sigurðar Kjartanssonar. Þar fór hann yfir þau helstu málefni sem á daga sveitarstjórnar…

Spurningakeppnin verður annan í páskum

Eins og glöggir lesendur strandir.is hafa vafalaust tekið eftir var Spurningakeppni Strandamanna sem vera átti síðasta sunnudag frestað vegna veðurs. Nú hefur verið ákveðin ný dagsetning fyrir keppnina, en það er annar í páskum – mánudagurinn 13. apríl. Keppnin fer…

Sparisjóður Strandamanna á súpufundi

Sparisjóður Strandamanna verður umfjöllunarefni á súpufundi Þróunarsetursins á Hólmavík og Arnkötlu 2008 í hádeginu í dag, fimmtudaginn 2. apríl, á Café Riis á Hólmavík. Þá mun Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri fara yfir sögu og starfsemi sparisjóðsins sem var stofnaður árið 1891….

Strandabyggð tekur á móti sjálfboðaliðum SEEDS

Á fundi Umhverfisnefndar Strandabyggðar var samþykkt að beina því til sveitarstjórnar að sækja um  að fá 10 manns frá sjálfboðaliðum SEEDS í umhverfisverkefni í Strandabyggð sumarið 2009. Um er að ræða átta manns auk tveggja verkstjóra. Verkefnið sem fara á í er…

Rætt um slökkvibíl á Broddanesi

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar á dögunum var rætt um slökkvibifreið sem sveitarfélagið á og er í geymslu í bílskúr í Broddanesskóla. Skólinn var seldur á 2,1 milljón á síðasta ári og þarf því að taka ákvörðun um afdrif þessa bíls. Ákveðið var að…