Ferðamálasamtök Vestfjarða funda á Drangsnesi

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi næstu helgi, dagana 17.-19. apríl. Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður…

Vorball Átthagafélags Strandamanna

Hið árlega vorball Átthagafélags Strandamanna verður haldið í Breiðfirðingabúð í Reykjavík laugardagskvöldið 18. apríl 2009. Hljómsveitin KLASSÍK leikur gömlu og nýju danslögin frá kl. 22:00 – 02:00. Miðaverð er á dansleikinn er kr. 1.500.-

Gömludansaball á Hólmavík

Síðan á þorra hafa eldri borgarar á Hólmavík og nemendur í 8.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík mætt í Félagsheimilið á hverjum miðvikudegi eftir hádegi og stigið þar saman dans. Auk þeirra hafa nokkrir kennarar og foreldrar tekið þátt í dansinum….

Spurningakeppni í kvöld

Annað keppniskvöldið í Spurningakeppni Strandamanna fer fram í kvöld, annan í páskum – mánudaginn 13. apríl, og hefst kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Liðin sem keppa í kvöld eru Fiskvinnslan Drangur sem keppir við kennara á Hólmavík, Umf. Neisti…

Nýr rekstaraðili tekur við Kaffi Norðurfirði

Nýr rekstraraðili mun í vor taka við rekstri á Kaffi Norðurfirði sem var opnaður síðastliðið sumar. Það er Einar Óskar Sigurðsson nemi í ferðamálafræði hjá HÍ en hann hefur einnig starfsreynslu í veitingarekstri. Einar Óskar er vel kunnugur í Árneshreppi…

Framsóknarmenn á ferð í Árneshrepp á Ströndum

FréttatilkynningUm leið og lokið var við að opna veginn norður í Árneshrepp á Ströndum fyrir páska létu frambjóðendur Framsóknarflokksins ekki sitt eftir liggja og voru mættir í Árneshreppinn í kjölfar moksturstækja Vegagerðarinnar. Þar voru á ferð Guðmundur Steingrímsson og Sindri…

Frestur til 17. apríl til sækja um til Menningarráðs

Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum og er þegar nokkuð af umsóknum komið í hús. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að…

Páskamót í innanhúsbolta

Haldið verður páskamót í innanhúsfótbolta í íþróttahúsinu á Hólmavík á laugardaginn 11. apríl og hefst mótið klukkan 14:00. Spilað með sama fyrirkomulagi og hefur verið verið gert á undanförnum mótum. Skráning liða fer fram hjá Steinari í síma 451-3382 og…

Umsvif frá Akureyri á Hólmavík

Föstudaginn langa mun hljómsveitin Umsvif frá Akureyri leika á balli á Café Riis á Hólmavík. Hljómsveitin lék á balli á sama tíma í fyrra með góðum undirtektum og er áætlað að það verði enn meira fjör núna. Ýmis tónlist verður…

Skíðamót á föstudaginn langa í Selárdal

Það er nóg um að vera á skíðum um páskana á Ströndum og að venju eru það gönguskíðin sem Strandamenn skemmta sér á. Fjörið hefst með Kaupþingsmóti í dag, föstudaginn langa, en síðan er fjallaferð á vegum Skíðafélags Strandamanna á laugardag og boðganga…