Með Fyrirheit í tónleikaferð um Vestfirði

Í haust kom út hljómplatan Fyrirheit, en aðalflytjandi og lagahöfundur á plötunni er Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarmaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík. Þetta er önnur sólóplata Bjarna en árið 1998 sendi hann frá sér plötuna Annað líf. Frá því að…

Svæðisútvarp Vesturlands og Vestfjarða

FréttatilkynningÞriðjudaginn 5. maí n.k. hefjast útsendingar Svæðisútvarps Vesturlands og Vestfjarða á vegum Ríkisútvarpsins. Um langt skeið hefur verið haldið úti öflugum svæðisútsendingum á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Ítrekað hafa komið fram óskir frá íbúum Vesturlands að njóta sömu þjónustu. Nú…

Vortónleikar kvennakórsins Norðurljósa

FréttatilkynningKvennakórinn Norðurljós heldur vortónleika sína í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. maí og hefjast þeir klukkan 14.00. Kaffiveitingar fyrir tónleikagesti verða í félagsheimilinu að tónleikum loknum. Miðaverð er 2000 kr fyrir fullorðna en 1000 kr fyrir 6-13 ára. Frítt er fyrir börn á…

Þjóðfræðistofa á súpufundi fimmtudaginn 30. apríl

Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu mun kynna stofuna og þau verkefni sem hún stendur fyrir. Þjóðfræðistofa hóf starfsemi á Hólmavík á síðasta ári og er afrakstur vinnu Strandagaldurs ses við uppbyggingu fræðaseturs á Ströndum. Þjóðfræðistofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem sinnir…

Það brennur eldur innra með þér

Það brennur eldur innra með þér, er yfirskriftin á heilmiklu jóganámskeiði með fjölbreyttu ívafi um lífstíl og andlega líðan sem haldið verður á Hólmavík helgina 2.-3. maí. Í kynningu segir að andleg og líkamleg upplyfting verði á dagskránni í Grunnskólanum á Hólmavík…

Æðarræktarfélag Strandasýslu niðurgreiðir námskeið

Í dag er síðasti dagur til að skrá sig á námskeið námskeið um fugla og fuglaskoðun á Hólmavík, sem haldið verður þann 2. maí næstkomandi. Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir námskeiðinu, en fjallað verður um íslenska varpfugla og farfugla sem fara um svæðið….

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

FréttatilkynningVortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram í Hólmavíkurkirkju, þriðjudagskvöldið 28. og miðvikudagskvöldið 29. apríl n.k. og hefjast báðir tónleikarnir stundvíslega klukkan 19:30. Á tónleikunum koma fram flestir nemendur Tónskólans og munu þeir flytja lög sín einir og í samspili með öðrum nemendum…

Hætt að birta stjórnmálagreinar

Ritstjórn vefjarins strandir.is hefur ákveðið að hætta að birta aðsendar greinar um stjórnmál fyrir kosningarnar 2009. Gríðarlegt magn af greinum hefur borist undanfarna daga og bíður birtingar og ljóst að ekki vinnst tími til að vinna úr þeim haug, jafnvel þó lögð yrði nótt við…

Ernir með tónleika á Hólmavík

Karlakórinn Ernir verður á ferðinni um Hólmavík föstudaginn 24. apríl og heldur þá tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 18:00. Kórfélagar eru af öllum norðanverðum Vestfjörðum. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg með einsöng, dúettum, tvöföldum kvartett og heilli Aldrei-fór-ég-suður-hljómsveit, sem heitir Yxna….

Viltu finna milljón um helgina?

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir á föstudaginn gamanleikinn Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar. Það var Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi verkið á íslensku, en það hefur áður verið sett upp í Borgarleikhúsinu 2007 og hjá Leikfélagi Sauðárkróks…