Kræklingaeldi á súpufundi næsta fimmtudag

Halldór Logi Friðgeirsson frá útgerðarfélaginu ST-2 ehf á Drangsnesi mun fjalla um starfsemi fyrirtækisins með sérstakri áherslu á tilraunaeldið á kræklingi í Steingrímsfirði á súpufundi Þróunarsetursins á Hólmavík næstkomandi fimmtudag. Þetta verður sjötti súpufundurinn í vetur sem eru haldnir í…

Borgarafundur í Strandabyggð

Í tilkynningu frá sveitarstjóranum á Hólmavík kemur fram að haldinn verður borgarafundur í Strandabyggð fimmtudaginn 26. febrúar í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. 

Bílveltur og boðun í skoðun

Í fréttatilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að í liðinni viku voru höfð afskipti af 14 ökutækjum og eigendum þeirra gefinn frestur í 7 daga til að færa viðkomandi ökutæki til skoðunar. Þá voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði…

Leiklestur kl. 20:00 á sunnudagskvöld

Nú líður að því að æfingar á uppsetningu ársins hjá leikfélagi Hólmavíkur hefjist, en enn á eftir að ákveða hvaða leikverk verður fyrir valinu. Til að komast nær endanlegri ákvörðun hefur verið ákveðið að halda leiklestur í Félagsheimilinu á Hólmavík…

Dansleikur á Café Riis fellur niður

Vegna óviðráðanlegra orsaka þá fellur niður dansleikur á Café Riis annað kvöld. Það stóð til að trúbadorinn Einar Örn myndi spila fyrir dansi en af því getur ekki orðið. Strandamenn þurfa því að hinkra við aðeins lengur áður en tækifæri…

Dansleikur á Café Riis laugardagskvöld

Trúbadorinn Einar Örn spilar á balli á Café Riis á Hólmavík annað kvöld laugardaginn 21 febrúar. Hann mun taka gamla slagara í bland við alla nýju söngvana. Einar Örn hefur gefið út einn geisladisk sem ber heitið Lognið á undan…

Vel heppnað þorrablót á Drangsnesi

Um síðustu helgi var þorrablót á Drangsnesi og var að þessu sinni með rómantísku ívafi, enda kom það upp á sjálfan Valentínusardaginn 14. febrúar. Fór skemmtunin vel fram, bæði skemmtidagskrá, matur og dansleikur á eftir þar sem Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán…

Síðasta spilakvöldið í bili

Föstudagskvöldið 20. febrúar kl. 20:00, fer síðasta keppniskvöldið í þriggja kvölda félagsvist fram í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir spilakvöldinu. Allir eru hjartanlega velkomnir og engin þörf er á að menn hafi mætt á…

Gota, gellur og saltfiskur við KSH kl. 13:00

Fiskvinnslan Drangur mætir á súpufund á Café Riis á Hólmavík í dag og kynnir þar starfsemi sína. Í tilefni dagsins ætla starfsmenn Drangs að hafa með sér gotu, gellur og saltfisk ef fólk vildi kaupa slíkt og verður settur upp sölumarkaður við Kaupfélag Steingrímsfjarðar kl. 13:00…

Inga á Hóli Strandamaður ársins 2008

Inga á Hóli Strandamaður ársins 2008

Ingibjörg Sigvaldadóttir hefur verið kosin Strandamaður ársins 2008 á vefnum strandir.is. Ingibjörg, eða Inga á Hóli eins og hún er jafnan kölluð, er kennd við Svanshól í Bjarnarfirði á Ströndum en dvelur núorðið á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík. „Og fyrir hvað?“…