Þriðja flokks ástand raforkumála

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða ohf. á Patreksfirði þann 3. september var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgagnsverkefni í ráðuneyti sínu og breyta þannig þriðja flokks ástandi…

Haustþing Þjóðfræðistofu á Hólmavík 13. september

Á Haustþingi Þjóðfræðistofu, laugardaginn 13. september verður mikið um dýrðir. Þá mun Kristinn Schram forstöðumaður funda með fagráði sínu Hólmavík og halda kynningu á fræðasetrinu fyrir alla áhugasama. Að því loknu mun Dr. Cliona O’Carroll flytja erindi um gerð þjóðfræðilegra…

Ekki ástæða til að örvænta – nettengingin kemur

Fjarskiptasjóður hefur óskað að koma á framfæri hér á vefnum, í framhaldi af frétt um netvæðingu sveitanna hér í gær, að þeir bæir sem taldir eru upp í fréttinni eru eftir sem áður með í útboði fjarskiptasjóðs hvað varðar háhraðanettengingar….

Góður árangur í hástökki

Héraðssamband Strandamanna átti tvo keppendur á Meistaramóti Íslands 15-22 ára, sem haldið var á Sauðárkróki seint í ágúst. Guðjón Þórólfsson á Hólmavík keppti í hástökki 15-16 ára og gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu, en hann stökk yfir 1,78. Hadda Borg…

Frá vinabæjarmóti í Hole í Noregi

Íbúar Strandabyggðar gera víðreist um Norðurlöndin þessa dagana. Nú eru nemendur 8. og 9. bekkjar Grunnskólans á Hólmavík í heimsókn hjá jafnöldrum sínum í vinabænum Arslev í Danmerku og nýverið héldu einnig fimm fulltrúar Strandabyggðar á vinabæjarmót í Hole í Noregi. Á vinabæjarmótinu í…

Hvert er hlutverk höfuðborgar

Hvert er hlutverk höfuðborgar

Grein eftir Grím Atlason. Gísli Marteinn ætlar ekki að splæsa á landsbyggðarskrílinn í strætó. Á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Reykjavíkurborg býður sínu fólki upp á góða þjónustu, ýmiskonar niðurgreiðslu og afslætti, sem ekki er boðið upp á í öðrum…

Framtíðarlandið ályktar um virkjun Hvalár

Stjórn Framtíðarlandsins hefur sent frá sér ályktun um hugmyndir um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Í henni segir: "Vestfirðingar búa við mesta óöryggi raforkuflutninga hér á landi og hafa heimili og fyrirtæki mátt þola þann skort mun lengur en lög gera ráð fyrir….

Yfirlit um veðrið í ágúst

Vefurinn strandir.is birtir að venju yfirlit  yfir veðrið í liðnum mánuði frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík, en það er Jón G. Guðjónsson sem tekur yfirlitið saman. Ágúst var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25. og yfir heildina mildur. Talsvert…

Finnbogastaðaskóli settur í dag

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum var settur í dag fyrir skólaárið 2008-2009. Elín Agla Briem verður skólastjóri annað árið í röð, en nýr kennari við skólann er Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík. Hún kemur í stað Bjarnheiðar Fossdal á Melum…

Ótrúleg heppni að enginn slasaðist

Litlu mátti muna þegar vörubíll sem dró gröfu á eftirvagni mætti jeppa á einbreiðri brú yfir Langadalsá í Ísafirði, innst í Ísafjarðardjúpi í síðustu viku. Ökumaður vörubílsins ók þá utan í brúarhandriðið til að forða árekstri við jeppann sem var…