Svipmyndir frá Hólmavík

Það var fallegt veður við Steingrímsfjörðinn í morgun og veðurblíðan setti svip á mannlífið á Hólmavík. Íbúar og ferðamenn spókuðu sig um á skyrtunni og sinnti hver sínu. Rækjuflutningaskip var við bryggju og stóð löndun sem hæst. Sævar Benediktsson dyttaði að Steinhúsinu sem…

Ráðstefnuritið Galdramenn komið út

Bókin Galdramenn. Galdrar og samfélag á miðöldum er nú komin út, en útgefandi hennar er Hugvísindastofnun og ritstjóri Torfi H. Tulinius. Bókin inniheldur tíu greinar sem byggjast á fyrirlestrum af ráðstefnunni Galdur og samfélag á miðöldum sem haldin var í…

Fádæma góð berjaspretta

Berjaspretta hefur verið fádæma góð þetta sumarið á Ströndum og upp um öll fjöll og firnindi á Ströndum hefur mátt sjá fólk í berjamó síðustu vikurnar. Bæði krækiber og bláber eru með allra mesta og stærsta móti og enn hefur ekki…

Afgreiðslu Sparisjóðsins á Borðeyri lokað

Afgreiðslu Sparisjóðsins á Borðeyri verður lokað um næstu mánaðarmót, en afgreiðslan þar er hluti af starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík. Eins og vænta má er lokun afgreiðslunnar á Borðeyri heimamönnum mikil vonbrigði, enda hefur verið samfelldur rekstur sparisjóðs í Bæjarhreppi í rétt tæpa…

Unnið að tengingu þriggja fasa jarðstrengs

Straumlaust hefur verið í sveitunum sunnan Hólmavíkur og allt suður í Bitrufjörð í morgun meðan unnið hefur verið að tengingu á þriggja fasa jarðstreng sem leysir línuna af hólmi fyrstu kílómetrana suður sýslu. Strengurinn nær frá Víðidalsá að Húsavík og…

Frágangi kringum olíutanka enn ólokið

Enn hefur ekki verið gengið frá svæðinu ofan við bryggjuna á Hólmavík þar sem olíutankar stóðu áður, en þeir voru fjarlægðir í nóvember í fyrra. Bygginga- og skipulagsnefnd Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. maí síðastliðinn að gengið yrði endanlega frá lóð Olíudreifingar og…

Drekktu betur og diskó á laugardagskvöld

Það verður án efa mikil stemmning í pakkhúsinu á Café Riis á laugardagskvöldið, en þá fer fram pub quiz keppni sem yfirleitt er kölluð Drekktu betur á ástkæra ylhýra. Húsið opnar kl. 21:00 og keppnin hefst um 21:30. Spyrill og…

Straumlaust sunnan Hólmavíkur föstudagsmorgun

Straumlaust verður á rafmagnslínunni frá Þverárvirkjun sem liggur í sveitirnar sunnan við Hólmavík, allt að Þambárvöllum í Bitrufirði, á morgun, föstudaginn 12. september frá kl. 9:00. Reiknað er með að rafmagnsleysið vari í 2-3 tíma, en það er vegna tengivinnu. Verið er að tengja þriggja…

Hús að rísa í Bjarnarfirði

Hús að rísa í Bjarnarfirði

Í Bjarnarfirði, á milli Svanshóls og Laugarhóls, er íbúðarhús í byggingu þar sem heitir Steinholt. Húsið er að ýmsu leyti sérkennilegt. Það er með torfþaki og þaksperrurnar og stoðir eru úr rekaviði. Eftir er að klæða húsið utan með viði…

Fagur fagur fiskur í sjó

Líklega er þessi mikilúðlegi veiðimaður sem sést á meðfylgjandi mynd fullgóður með sig, en litlu verður Vöggur feginn var einhverntíman sagt. Að öllu gemsi slepptu þá heitir fiskurinn því fallega nafni Vogmær og var hún dauð og glitrandi í sjónum við Hellu í Steingrímsfirði. Vogmærin náðist með…