Níutíu og átta ára starfsemi í Bæjarhreppi lokið

Níutíu og átta ára starfsemi í Bæjarhreppi lokið

Grein eftir Ingibjörgu Rósu Auðunsdóttur Þriðjudagurinn 30. september 2008  er síðasti opnunardagur Sparisjóðsins á Borðeyri, sem ég kýs að kalla svo. Er þar skarð fyrir skildi, enda mikil eftirsjá að rétt tæplega aldar gamalli stofnun sem alla tíð hefur stutt…

Guitar Islancio með tónleika 8. október

Tríóið Guitar Islancio mun heimsækja Strandamenn og halda tónleika á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 8. október kl. 20:30. Einnig mun tríóið leika fyrir börnin í Grunnskólanum á Hólmavík kl.11.00  á fimmtudagsmorgun og auk barnanna frá Hólmavík, koma nemendur frá Drangsnesi og…

Víðidalstungurétt á laugardaginn

Réttað verður í Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra laugardaginn 4. október næstkomandi og segir í fréttatilkynningu að búast megi við að hrossin verði um 500 auk folalda. Hafa Víðdælingar löngum viljað meina að um stærstu stóðréttir landsins sé að ræða, ekki hvað fólksfjölda…

Helstu verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að í vikunni 22.-28. september voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Raknadalshlíð í Patreksfirði, en hann var mældur á 146 km hraða þar sem …

Unnið að gerð rímnadisks með Ásu Ketilsdóttur

Strandagaldur hyggst gefa út rímnadisk með kvæðakonunni Ásu Ketilsdóttur á Laugalandi við Ísafjarðardjúp á næstunni. Skúli Gautason tónlistarmaður sá um upptökur sem fóru fram á heimili Ásu fyrir um tveimur árum. Á hljómdiskinum fer Ása með barnarímur auk þess sem…

Úrskurður um vegagerð um Teigsskóg ógiltur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð umhverfisráðherra frá því í janúar 2007 þar sem fallist var á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi til Eyri í Reykhólahreppi. Þetta kemur fram á mbl.is, en fréttin öll er…

Menntakista og útieldamennska

Í tilefni af Viku símenntunar munu Fræðslumiðstöðin, í samvinnu við fleiri stofnanir og félög á Vestfjörðum, standa fyrir óvenjulegri og spennandi uppákomu í Galdrasýningunni á Hólmavík í kvöld, fimmtudaginn 25. september kl 20:00. Kynntir verða fræðslumöguleikar á svæðinu og styrkmöguleikar…

Aðalfundur áhugamannafélags um Sauðfjársetur á Ströndum

Aðalfundur Félags áhugamanna um Sauðfjársetur á Ströndum verður haldinn í félagsheimilinu Sævangi í kvöld, miðvikudaginn 24. september, kl. 20:00. Í tilkynningu segir að venjuleg aðalfundarstörf séu á dagskrá auk þess sem boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Félagsmenn hafa verið boðaðir formlega á…

Erlendir gestir orðnir fleiri en innlendir

Þýskir ferðamenn telja flesta gesti Galdrasafnsins á Hólmavík á eftir Íslendingum það sem af er árinu 2008. Þegar skoðað er hlutfall milli erlendra gesta á safninu þá telja Þjóðverjar langflesta gesti af einstökum erlendum þjóðum eða 36%. Frakkar eru næstir…

Líf og fjör í Hvalsárrétt

Það var víða líf og fjör í réttum á Ströndum um helgina, þótt votviðrasamt væri í meira lagi og ekki laust við að menn yrðu varir við haglél og álíka fyrirbæri á fjöllum uppi. Róbert Schmidt frá Súgandafirði var einn…