„Brýnt að ráðast í byggingu Hvalárvirkjunar“

Í frétt á ruv.is kemur fram að Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða, telur brýnt að ráðist verði í byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði til að tryggja svæðinu sjálfstæði í orkumálum. Hann segir takmarkaða og ótrygga raforku hamla atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum og…

Íbúum fækkaði á Hólmavík fyrri hluta ársins

Íbúum hefur fækkað nokkuð á Hólmavík fyrri hluta ársins 2008, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda eða samtals um 17 íbúa. Annars staðar á Ströndum stendur íbúafjöldinn nokkurn veginn í stað eða fjölgar, þannig að heildarfjöldi Strandamanna í heimabyggð er 748…

Sögustund í kvöld og á morgun

Sögustund í kvöld og á morgun

Í kvöld, laugardagskvöld kl. 20:30 og á morgun kl. 14:00, verður haldin á vegum Leikfélags Hólmavíkur og Félags eldri borgara í Strandasýslu svokölluð Sögustund í reiðskemmunni við Víðidalsá. Á sögustund geta ungir sem aldnir mætt og hlýtt á þjóðsögur af Ströndum…

Hin heimska hönd hagræðingarinnar

Hin heimska hönd hagræðingarinnar

Grein eftir Grím Atlason Stór fundur var haldinn í Dalabúð í vikunni. Sauðfjárbændur boðuðu til fundarins með stuttum fyrirvara en ljóst af fundarsókninni að dæma að ekki var vanþörf á. Niðurstaða fundarins var skýr. Vextir í þessu landi eru auðvitað…

Strengur plægður í Tungusveitina

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða hefur upp á síðkastið unnið að því að koma þriggja fasa jarðstreng frá Þverárvirkjun að Húsavík í Tungusveit, en þaðan liggur slíkur strengur áfram út fyrir Miðdalsá. Leysir strengurinn raflínuna á sömu leið af hólmi, en full þörf…

Þekking á Vestfjörðum

Þekking á Vestfjörðum

Grein eftir Þorgeir Pálsson Þekking er forsenda framfara. Annað ástand er stöðnun og á endanum afturför. Þekking hefur alltaf skipt máli, alltaf veitt fyrirtækjum og einstaklingum samkeppnisforskot, alltaf skapað verðmæti, en kannski aldrei líkt og nú. Samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur þróast með slíkum…

Ályktanir úr Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur sent frá sér ályktanir sem gerðar voru á síðasta sveitarstjórnarfundi um baráttumál og áherslur sveitarfélagsins og fylgja þær hér að neðan. Í annarri er fjallað um öryggi í raforkudreifingu, en hinni hvernig staðið verði að endurnýjun á…

Brúin yfir Mjóafjörð tengd saman

Í gær var merkisdagur í vestfirskri vegagerð þegar brúin yfir Mjóafjörð í Djúpi, austan við Hrútey, var tengd og brúargólfið soðið saman. Nýi vegurinn um vestanverðan Ísafjörð, úr Reykjanesi og yfir Reykjarfjörð, um Vatnsfjarðarháls og yfir Mjóafjörð mun svo í…

Arnkötludalur ekki tilbúinn fyrr en næsta sumar

Arnkötludalur ekki tilbúinn fyrr en næsta sumar

Á fréttavefnum Skutull.is er haft eftir Guðmundi Rafni Kristjánssyni yfirmanni nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði að vegurinn um Arnkötludal verði ekki tilbúinn til aksturs fyrr en næsta sumar og þá verði vegurinn klæddur. Því megi búast við að hann verði…

Samfylkingin beygir Sjálfstæðisflokkinn í landbúnaðarmálum

Samfylkingin beygir Sjálfstæðisflokkinn í landbúnaðarmálum

Grein eftir Jón Bjarnason og Atla Gíslason. Matvælafrumvarp ríkisstjórnarinnar, þar sem innflutningur á hráu kjöti er heimilaður, hefur mætt harðri andstöðu þeirra er málið varðar. Enginn vafi er á því að samstaða og samtakamáttur Bændasamtakanna, íslenskra matvælaframleiðenda og neytenda, sérfræðinga…