Jafnvel bílarnir eru málaðir í hverfalitunum

Mikil skreytilist fer fram þessa dagana á Hólmavík og má segja að Hólmvíkingar séu langt komnir með að mála bæinn rauðan, bláan og appelsínugulan. Bláa hverfið virðist hafa ótvírætt forskot í skreytilistinni enn sem komið er og þeir sem lengst ganga mála…

Kvennakórinn Norðurljós með tónleika

Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika á Café Riis á Hólmavík fimmtudagskvöldið 26. júní og hefjast þeir kl. 21:00. Blandað efni er á söngskránni og er næsta víst að á meðal efnis verður söngvar sem finna má á diski sem Kvennakórinn hyggst…

Heiða Ólafs með raddþjálfun fyrir söngkeppni

Hamingjudagarnir á Hólmavík eru undirbúnir af fullum krafti þessa dagana og Kassabílasmiðja Hafþórs hefur tekið til starfa og verður í fullum gangi fram á föstudag. Kassabílarallý fer svo fram á laugardeginum að venju. Eitt atriðið á Hamingjudögum verður söngkeppni barna…

Strandagaldur gefur út Tvær galdraskræður

Strandagaldur hefur gefið út galdrabók sem heitir Tvær galdraskræður. Magnús Rafnsson sagnfræðingur á Bakka í Bjarnarfirði hefur tekið saman efnið í bókina og séð um útgáfuna. Bókin er bæði á íslensku og ensku þar sem íslenskan er prentuð á hægri síðu…

Götu- og útivistarkort fyrir Hólmavík komið út

Út er komið götu- og útivistarkort af Hólmavík ásamt upplýsingum um þjónustufyrirtæki í Strandabyggð. Það er Arnkatla 2008 og Menningarmálanefnd Strandabyggðar sem gefa kortið út í samstarfi við Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík. Kortið er í teiknað í þrívídd og öll helstu kennileiti og…

Leikskólabörn afhenda hugmyndakassa

Fyrir stuttu síðan fékk Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík þá skemmtilegu bón frá Brynju Bjarnfjörð framkvæmdastjóra Hamingjudaga á Hólmavík að leikskólabörnin myndu búa til hugmyndakassa fyrir galdagötunöfn. Í dag heimsótti svo Leikskólinn Galdrasafnið á Hólmavík og afhenti Brynju hugmyndakassann. Á safninu…

Smábæjarleikar á Blönduósi

Góður hópur frá Geislanum á Hólmavík mætti á fótboltamótið Smábæjarleikana á Blönduósi og keppti þar með Kormáki á Hvammstanga. Var mótið bráðskemmtilegt, bæði fyrir foreldra og iðkendur, en í ár tóku samtals 6 lið frá Kormáki og Geislanum þátt, 2 lið í 4….

Diskótek í boði Kaupþings banka

Kaupþing banki á Hólmavík hefur ákveðið að styrkja Hamingjudaga og leggur til heilt diskótek. Diskótekið er á föstudaginn 27. júní og er fyrir unglinga á aldrinum 11-16 ára. Frítt verður inn enda er partýið í boði Kaupþings banka. Í fréttatilkynningu frá…

Rauði krossinn með fata- og flóamarkað

Rauði krossinn verður með fata- og flóamarkað á Hamingjudögum til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum, en bær hans og allt innbú brann á dögunum. Um leið er rétt að minnast þess að Félag Árneshreppssbúa hefur hrundið af stað söfnun Guðmundi til…

Fyrsta mótorkrossmótið í Skeljavíkurbraut

Mótorkross félag Geislans á Hólmavík ætlar að opna nýja og glæsilega mótorkross braut með móti um næstu helgi, laugardaginn 28. júní kl. 16:30. Opnunarmótið í Skeljavíkurbraut verður liður í bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík og um er að ræða opið mót…