Ólympíuleikar á Galdraloftinu þann 1. júlí

Annað kvöld þann 1. júlí kl. 20:30 munu þrír trúbadorar troða upp á Galdraloftinu á Hólmavík. Tónlistarmennirnir eru Svavar Knútur, Owls of the Swamp frá Ástralíu og Samantha Burke sem er einnig frá Ástralíu. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1000. Þau komu…

Óvíst um opnun vegar um Arnkötludal í vetur

Nú hefur verið unnið í nýjum vegi um Arnkötludal í rúmt ár og hefur vegagerðin fyrst og fremst verið unnin í Reykhólahreppi, en eftir er að leggja veginn um Arnkötludalinn. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 1. september…

Hamingjudagar halda áfram

Hamingjudagar hafa gengið ágætlega fyrir sig og fjölmenni var á dagskránni og dansleik í gær sem fór vel fram. Á lokadegi Hamingjudaganna í dag heldur Sauðfjársetur á Ströndum sína fimmtu Furðuleika og hefjast þeir kl. 13:00. Á leikunum keppa gestir í ýmsum skringilegum íþróttagreinum…

Hasar í kassabílarallýi á Hamingjudögum

Fjöldi kappakstursbíla voru mættir í kassabílarallýið sem fór fram á Hamingjudögum á Hólmavík í gær. Þar gaf að líta afrakstur kassabílasmiðjunnar í vikunni sem leið og fékk inni hjá Handverkshúsi Hafþórs. Keppnin fór fram á Höfðagötu og ekinn var einn…

Dagskrá færð í félagsheimilið

Það er ekki hægt að segja að veðurguðirnir leiki við Hólmvíkinga þessa stundina, en nokkuð hvasst er í bænum og skúrir við og við. Því hefur verið tekin ákvörðun um að færa alla dagskrá sem vera átti á útisviði, bæði…

Tómas Ponzi teiknar á Hamingjudögum

Dagskrá Hamingjudaga 2008 á Hólmavík hófst stundvíslega í morgun. Meðal annarra atriða verður Tómas Ponzi myndlistarmaður staddur í gamla Kaupfélagshúsinu við Höfðagötu í allan dag þar sem fólki gefst kostur á að láta teikna af sér portrett. Meðal þeirra sem…

Þriðji ísbjörninn mættur á Hamingjudaga

Þriðji ísbjörninn mættur á Hamingjudaga

Í gönguferð á föstudagskvöld á Hamingjudögum á Hólmavík með leiðsögn Jóns Alfreðssonar mættu göngumenn björgunarsveitarmanni sem benti þeim á þreytulegan ísbjörn sem lá þar í laut í grenndinni. Kom í ljós við nánari eftirgrennslan að þarna var Þríbjörn sjálfur mættur, þriðji björninn sem heimsækir…

Þrírifað í þrístýft

Nú á sunnudaginn kl. 13:00, við upphaf Furðuleika á Ströndum verður opnuð sýning í Sauðfjársetrinu í Sævangi á verkinu Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt, sem unnið er af nemendum Reykhólaskóla í samvinnu við kennarana Kolfinnu Ýr Ingólfsdóttur og Rebekku Eiríksdóttur….

Hamingjudagar hefjast í dag

Í dag hefjast formlega Hamingjudagar á Hólmavík. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg að vanda og búist er við talsverðu fjölmenni til Hólmavíkur um helgina. Dagskrána er að finna á vefnum www.hamingjudagar.is, en einnig verður dagskrárbæklingi dreift til gesta og gangandi á…

Furðuleikar á sunnudaginn

Á lokadegi Hamingjudaga, sunnudaginn 29. júní, heldur Sauðfjársetur á Ströndum sína fimmtu Furðuleika. Á leikunum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hafa hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem…