Svipmyndir úr Hrútafirði

Fréttaritari strandir.is var á dögunum á ferð um Hrútafjörð og var ekki um að villast að sumarið var komið, sauðburður langt kominn og kindur komnar út á iðagræn túnin. Sérstaka athygli vakti firnafár af álftum sem voru á beit ásamt lambfénu hjá bændum. Á Borðeyri var…

Himbrimar á Hólmavík

Síðustu daga hefur himbrimapar verið á svamli í höfninni og meðfram landi á Hólmavík. Himbrimi er vatnafugl af brúsaætt (eins og lómur) og verpir við tjörn og vötn með silungi. Síðustu ár hefur til dæmis verið hreiður við Þiðriksvallavatn. Á veturna…

Sektað fyrir nagladekk

Nú er síðasti séns að taka nagladekkin undan ef menn hafa ekki enn skipt yfir á sumardekkin. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að ökumenn hafi fyrir nokkru átt að vera búnir að taka dekkin undan, en miðað er við 15. apríl. Í þessari…

Villimey framleiðir heimsklassavörur

Tíðindamenn strandir.is litu við á Tálknafirði í gær til að kynna sér fyrirtækið Villimey sem framleiðir heimsklassavörur úr íslenskum jurtum og tók nýverið í notkun nýtt húsnæði undir framleiðsluna á Tálknafirði. Vörur Villimeyjar hafa verið til sölu hjá Galdrasýningu á…

Íbúafundur um Hamingjudaga

Mánudagskvöldið 26. maí verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Hólmavík vegna Hamingjudaga sem fara fram dagana 27. júní til 29. júní í sumar. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin og á fundinum gefst fundargestum tækifæri til að…

Breikkun á slitlagi í Bitru dregst enn

Ekki er gert ráð fyrir að vinna við breikkun á einbreiða slitlaginu í Bitrufirði verði boðið út fyrr en síðsumars eða í haust samkvæmt svari Rögnvaldar Gunnarssonar hjá Vegagerðinni við fyrirspurn þar um. Kemur fram að verið sé að vinna að…

Umhverfismál og frítt í sund á Degi barnsins

Nú er hver að verða síðastur að tilnefna fyrirtæki, heimili og sveitabæ til umhverfisviðurkenninga, sem Umhverfisnefnd Strandabyggðar hyggst veita þann 17. júní. Hægt er að senda tilnefningar undir þessum tengli til sunnudags. Um helgina verður svo heilmikið umhverfisátak á vegum Strandabyggðar þar sem íbúar…

Kökubasar í anddyri KSH

Í dag, föstudaginn 23. maí, verður haldinn kökubasar í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst hann kl. 14:00 og stendur meðan birgðir endast. Þar eru á ferðinni nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem eru að safna…

Rebbi eggjaþjófur heimsækir Steingrímsfjörðinn

Eins og venjulega verður nokkuð vart við tófu á Ströndum þegar fuglalífið er farið að glæðast á vorin og leita þær þá gjarnan niður í fjöru. Það er hins vegar frekar óvenjulegt hér um slóðir að tófan skuli láta sér vel líka að teknar…

Verðlaun í samkeppninni Heimabyggðin mín

Drangsnesingarnir Inga Hermannsdóttir og Sandra Dögg Guðmundsdóttir tóku í vor þátt í verkefni sem kallað er Heimabyggðin mín og er á vegum Landsbyggðarvina. Gerðu þær stöllur sem eru í 8. og 9. bekk Grunnskóla Drangsness sér lítið fyrir og unnu 1. verðlaun í samkeppninni…