GSM-sendir á Kollafjarðarnesi

GSM-sendir á Kollafjarðarnesi

Í morgun var kveikt á GSM-sendi Vodafone á Kollafjarðarnesi og þar með er komið GSM-samband í botni Kollafjarðar og honum sunnanverðum, auk þess sem norðanverður Ennisháls er kominn i samband. Það voru starfsmenn Vodafone og jafnframt heimavant fólk, Árdís Björk og…

"Hráa kjötið" sjálfdautt á Alþingi !

„Hráa kjötið“ sjálfdautt á Alþingi !

Aðsend grein: Jón Bjarnason, þingmaður Mikil andstaða er í landinu gangvart frumvarpi ríkisstjórnarinnar um frjálsan innflutning á hráu kjötmeti. Þingmenn Vinstri grænna hafa sett það á oddinn nú við þinglok að stöðva þetta mál. Með samstilltu átaki tókst það. Á…

Fréttavefurinn www.litlihjalli.it.is fær nýtt útlit

Opnuð hefur verið ný vefsíða fyrir fréttavefinn www.litlihjalli.it.is sem Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík stýrir. Gamli vefurinn var orðinn úr sér gengin, en hafði þó þjónað nokkuð vel til þessa tíma. Snerpa ehf á Ísafirði sá um að útbúa hinn nýja…

Sjómannadagshelgin framundan

Björgunarsveitin Dagrenning stendur að venju fyrir dagskrá um sjómannadagshelgina á Hólmavík sem er framundan. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti og á sér að mestu stað við höfnina á laugardag þar sem fram fer hinn sívinsæli koddaslagur og feira. Kaffisamsæti verður síðar…

Öflugur jarðskjálfti skók Hólmavík

Öflugur jarðskjálfti varð í dag klukkan 15:45 og átti upptök sín suðvestur af Selfossi. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og raunar allt til Ísafjarðar. Grjóthrun er í Vestmannaeyjum og vegurinn undir Ingólfsfjalli er lokaður. Á Hvolsvelli fannst skjálftinn einnig vel…

Fjör í Sauðfjársetrinu á sunnudaginn

Það verður feykinóg um að vera hjá Sauðfjársetrinu í Sævangi sjómannadaginn 1. júní. Í tilkynningu segir að fjörið hefjist kl. 14:00, en þá verður reitt fram kaffihlaðborð að hætti hússins. Setrið hefur ekki hækkað verð á kaffi og aðgangi að safninu…

Ítölsk veisla í Galdragarðinum

Strandagaldur bauð Menningarfulltrúa Vestfjarða til hádegisverðar í Galdragarðinum á Hólmavík í gær af tilefni útkomu ítalskrar þýðingar fyrir Galdrasýningu á Ströndum. Menningarráð Vestfjarða styrkti þýðingarverkefnið í vetur. Á matseðlinum voru ítalskir réttir, lasagne og bolognese, framreiddir í nornapottum í miklu…

Vorsýning í Grunnskóla Hólmavíkur í dag

Nú er prófum lokið í Grunnskólanum á Hólmavík og sumarfrí og fjör allsráðandi. Í dag er vorsýning í skólanum frá kl. 16:00-19:00 og eru allir velkomnir á sýninguna. Þar geta gestir m.a. séð afrakstur af handavinnu nemenda í vetur. Vorskóli þeirra nemenda sem mæta…

Mótvægisaðgerðir við atvinnuþróun og nýsköpun

Byggðastofnun hefur nú gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir og var samtals sótt um…

Samþykkt að rífa Taflhúsið á Hólmavík

Á síðasta fundi Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að Taflhúsið á Hólmavík yrði rifið hið fyrsta. Var það síðan staðfest á sveitarstjórnarfundi. Taflhúsið sem stendur við Kópnesbraut er 50 ára gamalt á þessu…