Málþing um menningartengda ferðaþjónustu

Á næstu helgi, dagana 25.-26. apríl verður haldið Málþing um menningartengda ferðaþjónustu í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Bjarkalundi og á Reykhólum. Nánar er sagt frá dagskránni á vefsíðunni www.strandir.is/fmsv. Meðal annars verða kynnt margvísleg verkefni í uppbyggingu menningar-…

Aðalfundur Selaseturs á Hvammstanga framundan

Aðalfundur Selasetur Íslands á Hvammstanga verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl á Gauksmýri. Reksturinn á síðasta ári gekk eftir áætlun og annað árið í röð skilar reksturinn örlitlum afgang. Áfram var unnið að uppbyggingu setursins og ýmislegt framkvæmt á árinu. Unnið…

Veðurblíða á Hólmavík

Veðurblíða á Hólmavík

Veðurblíðan á Ströndum er einstaklega mikil þessa dagana. Þegar jörð kemur undan snjó er að mörgu að hyggja, en þegar ljósmyndari strandir.is kíkti út í góða veðrið á Hólmavík um hádegið var varla ský á himni. Heimamenn virtust taka því rólega,…

Þar fór það

Ef einhverjum hefur dottið í hug að Brandur á Bassastöðum nennti að smala saman fénu sínu á haustin, þá er það helber misskilningur. Kall sást nefnilega núna 15. apríl vera að reka heim síðustu lömbin úr túninu eða réttara sagt lét…

Söngbræður og Norðurljós í Hólmavíkurkirkju

Laugardaginn 19. apríl verða haldnir tónleikar í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Fram koma karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði og Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík. Undirleikari og stjórnandi Söngbræðra er Viðar Guðmundsson og stjórnandi kvennakórsins Norðurljós er Sigríður Óladóttir, undirleikari á…

Kaupfélag Steingrímsfjarðar 110 ára

Á laugardaginn verður opið hús í Félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 15:30 og 17:30 í tilefni af 110 ára afmæli Kaupfélags Steingrímsfjarðar á þessu ári. Félagsmenn í Kaupfélaginu og aðrir viðskiptamenn þess eru boðnir hjartanlega velkomnir á opna húsið. Kaupfélagið var stofnað…

Rekstur Sparisjóðs Strandamanna gekk vel 2007

Aðalfundur Sparisjóðs Strandamanna var haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 13. apríl síðastliðinn. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á árinu 2007, hagnaður og arðsemi eigin fjár var vel viðunandi þrátt fyrir erfiðleika og verðfall á hlutabréfamörkuðum á síðustu mánuðum  ársins, enda…

Pylsur og popp í náttúrunni

Undanfarna daga hefur vorið haldið innreið sína á Ströndum með hlýju veðri og hopandi snjó. Þegar þessi árstími er kominn getur tekið á að þurfa að sitja inni yfir námsbókum eða í vinnu fyrir framan tölvuna. Þetta vita krakkarnir í 4….

Vatnslaust á Hólmavík

Vatnslaust er á Hólmavík þessa stundina og verður eitthvað áfram. Dæla bilaði í dælustöð með þessum afleiðingum og vatnið er búið úr vatnstankinum, en safnast síðan aftur upp eftir að starfsemi í rækjuverksmiðju Hólmadrangs stöðvaðist og kemst þá allt í…

Tilboð opnuð í Strandaveg

Í gær voru opnuð tilboð í endurlögn Strandavegar (643) í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Vegarkaflinn er við norðanverðan Steingrímsfjörð, frá Geirmundarstaðavegi að slitlagsenda rétt innan Hálsgötu og er 4 km að lengd. Tvö tilboð bárust og voru bæði yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar upp á tæpar 92,5…