Raddir vorsins

Raddir vorsins

Margvísleg ummerki um vorið eru orðin sjáanleg í náttúrunni, farfuglarnir flestir komnir og syngja við raust, enda er síðasti dagur vetrar í dag samkvæmt almanakinu. Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn snaraði saman nokkrum vorvísum fyrir fáum morgnum, þegar náttúruhljóðin urðu sem mest…

Opið hús í nýju Þróunarsetri

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verður opnað og tekið formlega í notkun nýtt Þróunarsetur og námsver að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem hefur undirbúið Þróunarsetrið síðustu mánuði og unnið að lagfæringum á húsinu. Í Þróunarsetrinu nýja verða ýmsar…

Umhverfisnámskeið í Strandabyggð

Á föstudaginn kemur, þann 25. apríl nk., á degi umhverfisins, verður haldið námskeið um umhverfisstarf í stofnunum og fyrirtækjum í Strandabyggð. Námskeiðið verður í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 13:00. Á námskeiðinu mun Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur í Borgarnesi, fara yfir…

Leitin að Hamingjulaginu 2008

Nú líður að Hamingjudögum á Hólmavík, en þeir verða haldnir helgina 27.-29. júní. Í tilefni af því er leitin að Hamingjulaginu 2008 að hefjast, en á hverju ári er einkennislag hátíðarinnar valið og gefið út á hljómdisk. Fyrsta skrefið í…

Fræðslumiðstöð Vestfjarða með starfsmann á Ströndum

Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á dögunum var ákveðið að blása til enn frekari sóknar á sviði námskeiðahalds og símenntunar í fjórðungnum. Meðal annars var ákveðið á fundinum að ráða Kristínu Sigurrósu Einarsdóttur B.Ed. í hálft starf á Ströndum og mun…

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík eru haldnir í Hólmavíkurkirkju í kvöld og annað kvöld, mánudag og þriðjudag og hefjast bæði kvöldin kl. 19:30. Þarna koma langflestir nemendur Tónskólans fram og flytja atriði fyrir gesti, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar. Samtals eru nærri…

Fundur um hvalaskoðun á Vestfjörðum

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stendur fyrir opnum fundi í fundarsal Náttúrustofu Vestfjarða, Bolungarvík, fimmtudaginn 1. maí kl. 10-16.  Að loknum fundi verður farið í siglingu og farið yfir nokkur atriði tengd hvalaskoðun. Á fundinum verður farið  yfir hagkvæmnisrannsókn um hvalaskoðun á Vestfjörðum, sem…

Fé sótt í Engjanes á Sædísi ÍS 67

Í vetur sást kind með tvö lömb norður á Ströndum, í Eyvindarfiði og síðast í Drangavík, þegar reynt var að ná í þær á snjósleðum um Páskana. Á dögunum var Reimar Vilmundarson á Sædísinni síðan fenginn til að fara norður í Drangavík og…

Löndunarbið á Drangsnesi

Það er merki um að vorið sé komið á Drangsnesi þegar grásleppuvertíðin er komin á fullt og þá er líf og fjör við Drangsnesbryggju. Bátarnir að koma að landi hver af öðrum og löndunarbið við kranann. Flestir eru að landa…

Boðganga í Selárdal í dag

Í dag, sunnudaginn 20. apríl, verður haldin firmakeppni í boðgöngu kl. 17:00 á vegum Skíðafélags Strandamanna. Mótið verður haldið í Selárdal við Syrpu, en aðstæður til skíðagöngu í Selárdal eru góðar um þessar mundir, þar er nægur snjór og undanfarna daga hefur verið lagður…