Rafmagnslaust norðan Hólmavíkur í morgun

Rafmagnslaust var um tíma í morgun norðan við Hólmavík. Að sögn Orkubús Vestfjarða var bilunin á Fellabökum, innan við Ós í Steingrímsfirði, en mikill vindur var þar. Rafmagn var keyrt á varaafli á Drangsnesi, en rafmagnslaust var í Árneshreppi. Rafmagnstruflanir í morgun og einnig í…

Kristinn Schram ráðinn forstöðumaður Þjóðfræðistofu

Nýverið var gengið frá ráðningu í stöðu forstöðumanns Þjóðfræðistofu á Ströndum sem Strandagaldur hefur undanfarið unnið við að koma á laggirnar á Hólmavík. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna og fyrir valinu varð Kristinn Schram þjóðfræðingur. Kristinn er með meistarapróf í…

Fyrirlestur um atferli sauðfjár á Ströndum

Fjarfundafyrirlestur Samtaka Náttúrustofa (SNS) þann 27. mars mun fjalla um atferlisrannsóknir á kindum. Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarfræðingur í Húsavík við Steingrímsfjörð og starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða mun þá flytja fyrirlesturinn „Man sauður hvar gekk lamb“ og með hverjum? Atferlisrannsókn á sauðfé á…

Helstu verkefni lögreglu í páskavikunni

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum var mikil umferð um norðanverða Vestfirði síðustu viku, aðallega í tengslum við hátíðarhöld á Ísafirði, skíðaviku og rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður. Umferð gekk stóráfallalaust þrátt fyrir rysjótt veðurfar um miðja vikuna. 38 ökumenn voru kærðir…

Einþáttungar á sviðið í vor

Í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Hólmavíkur kemur fram að á döfinni er að setja upp nokkra einþáttunga á vegum félagsins sem áætlað er að frumsýna í maí. Áhugasamir leikarar eru því beðnir um að gefa sig fram við stjórn félagsins hið fyrsta…

Atkvæðagreiðslu lýkur í dag

Í dag, annan í páskum, er síðasti möguleiki til að kjósa bestu myndina í ljósmyndakeppninni Göngur og réttir á Ströndum 2007, en mörg hundruð atkvæði hafa borist og enn er tiltölulega mjótt á munum. Það eru Sauðfjársetur á Ströndum og fréttavefurinn strandir.is sem…

Páskaær í hús

Í gærdag fóru Birkir Þór Stefánsson í Tröllatungu og hundurinn Tryggur fram í Arnkötludal á snjósleða, en þar fannst dautt hrútlamb við eyðibýlið Vonarholt fyrir nokkrum dögum. Fundu þeir félagar ær og lamb, en þær voru við Klofning sem er í Arnkötludal og linntu ekki…

Björgunarsveitin til hjálpar

Á fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags fóru meðlimir Björgunarsveitarinnar Dagrenningar tvisvar á Steingrímsfjarðarheiði til aðstoðar fólki sem sat þar fast á bílum sínum. Fyrra úttkallið var kl. 22:40 á föstudagskvöld, en þá voru fjórir bílar fastir vestur við Margrétarvatn. Skafrenningur var…

Skíðamót í Selárdal í dag

Það er alltaf nóg um að vera hjá Skíðafélaginu, enda er snjórinn með meira móti. Árlegt Kaupþingsmót verður haldið í Selárdal í dag, föstudaginn langa 21. mars, og hefst keppni kl. 16:00. Startað verður út með hópstarti og verður 8 ára og yngri startað út…

Ljósmyndasamkeppnin í fullum gangi

Mikill fjöldi atkvæða hefur borist í úrslitahrinu ljósmyndakeppninnar Göngur og réttir á Ströndum 2007, en þar keppa sex myndir um hver sé sú besta, þó vitanlega séu þær allar góðar. Keppnin er afar jöfn og spennandi og afskaplega lítið bil…