Styrkir úr Húsafriðunarsjóði

Í mars var úthlutað styrkjum úr Húsafriðunarsjóði og fengu nokkur hús á Ströndum styrki. Hæsta framlagið að þessu sinni fékk Riis-hús á Borðeyri sem reist var 1862 eða 1 milljón króna. Riis-húsið á Borðeyri er friðað. 300 þúsund fengust til endurbóta…

Verkefni lögreglunnar í liðinni viku

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum um verkefni liðinnar viku, kemur fram að á miðvikudaginn var rann vöruflutningabifreið með tengivagn út af veginum um Ennisháls, milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar. Bifreiðin var dregin aftur upp á veg af annarri flutningabifreið og veghefli frá…

Ófærð á Steingrími

Eins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 18. mars eru börnin á Laugarholti í Skjaldfannadal við Djúp aftur komin til náms í Grunnskólanum á Hólmavík eftir dvöl í Súðavík það sem af er vetri. Starfsmenn áhaldahúss Strandabyggðar munu annast skólaakstur til…

Útboð á 4 kílómetrum Strandavegar

Í dag var auglýst útboð á hluta Strandavegur (643) á milli Hólmavíkur og Drangsness. Sérstaka athygli vekur að þeirri vegagerð sem eftir er á milli staðanna hefur verið skipt í tvö útboðsverk og nú eru boðin út endurlögn á 4…

Verkalýðsfélag Vestfirðinga gefur fjölþjálfa í Sundlaug Drangsness

Fyrr í vetur gaf Verkalýðsfélag Vestfirðinga sundlauginni á Drangsnesi nýjan fjölþjálfa til þrekþjálfunar. Formleg afhending fór fram í dag þegar Eva K. Reynisdóttir afhenti forstöðumanni sundlaugarinnar Tryggva Ólafssyni gjafabréf fyrir fjölþjálfanum frá Verkalýðsfélaginu. Þetta er mjög fullkomið tæki og gott. Má…

Stóra upplestrarkeppnin þann 1. apríl

Framundan eru lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar á Vestfjörðum, en þar keppa nemendur í 7. bekk grunnskólanna í upplestri. Lesið er úr skáldverki og ljóði og eru skáld keppninnar að þessu sinni Jón Sveinsson og Steinn Steinarr. Keppnin fer fram þriðjudaginn 1….

Birkir Þór Stefánsson 3. í 15 km göngu

Andri Steindórsson frá Akureyri sigraði í 15 km hefðbundinni göngu í flokki 20 ára og eldri karla á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í dag. Hann gekk á tímanum 51:56.25, en í öðru sæti var Sævar Birgisson sem gekk á tímanum 52:53.50….

Óvæntur sauðburður í Árneshreppi

Óvæntur sauðburður varð að Finnbogastöðum hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni, þegar ærin Adda bar tveim hvítum gimrarlömbum þann 25. apríl, á þriðjudaginn. Eins og Guðmundur sagði sjálfur við fréttaritara bar Adda fyrra lambinu fyrir kvöldmat, en seinna lambinu eftir Kastljós í Ríkissjónvarpinu….

Kveikt á GSM sendi við Bjarkalund

Í dag var kveikt á nýjum GSM-sendi frá Vodafone við Bjarkalund í Reykhólasveit sem dregur 30 kílómetra. Sendinum var komið upp til bráðabirgða við Bjarkalund, en vonir standa til að varanlegur sendir verði á Hofstaðahálsi við Þorskafjörð og nái þá að…

Styrkir í umhverfismál á Vestfirði

Ferðamálastofa hefur nú afgreitt umsóknir um styrki til úrbóta í umhverfismálum árið 2008 og að vanda eru mörg góð verkefni sem fá stuðning. Af verkefnum tengdum Ströndum má nefna að Árneshreppur fær 400 þúsund til að koma upp landgöngustiga fyrir…