Ljóð unga fólksins

Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum, efnir til ljóðasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 9-16 ára og tekur Héraðsbókasafn Strandasýslu þátt í verkefninu. Þátttakendur skiptast í tvo aldurshópa, 9-12 ára og 13-16 ára og er skilafrestur á ljóðunum til 14….

Skíðagöngunámskeið og Vasagangan

Á laugardag stendur til að halda skíðagöngunámskeið á vegum Skíðafélags Strandamanna í Tröllatungu við Hleypilæk en þar eru góðar aðstæður til skíðagöngu eins og er. Farið verður yfir grunnatriðin í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. Ekkert þátttökugjald er á námskeiðinu og það er öllum opið,…

Mælir ekki með að stinga hönd í hákarlskjaft

Tíðindamaður strandir.is ákvað að fræðast um hákarlaveiðar í dag og lagði leið sína í beitningaskúr Hilmis ST-1 vitandi að þar á bæ leggja menn stund á hákarlaveiðar. Þar varð Unnar Ragnarsson skipstjóri á Hólmavík til margra ára fyrir svörum um…

Á staur við Sauðfjársetrið

Á staur við Sauðfjársetrið

Þegar tíðindamaður strandir.is ók sem leið lá fram hjá Sauðfjársetrinu í Sævangi á dögunum rak hann augun í fálka sem sat á öðrum hliðstaurnum og ýfði fjaðrirnar, en lét þó ekki umferðina hræða sig. Var fuglinn svo vinsamlegur að sitja sem…

Frítt í sund fyrir 16 ára og yngri

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur gert þá breytingu á verðskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavíkur að nú er frítt í sund fyrir börn 16 ára og yngri. Sundlaugin á Hólmavík er nýleg 25 metra útilaug, sem tekin var í notkun 17. júlí 2004. Hún er opin…

Annir hjá lögreglu í síðustu viku

Í fréttatilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum um helstu verkefni síðustu viku kemur fram að í vikunni 18. til 24. febrúar voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Flestir voru stöðvaðir á Holtavörðuheiði eða á Djúpvegi um Strandir. Sá sem hraðst ók var…

Ís-Landsmót á Svínavatni

Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni í A.-Hún. laugardaginn 8. mars, en Strandamenn eru sérstaklega boðnir velkomnir á mótið samkvæmt fréttatilkynningu. Búið er að ákveða eftirfarandi keppnisgreinar: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga og tölt. Það verður aðeins einn aldurs- og styrkleikaflokkur í hverri grein,…

Fréttaritari RÚV á Ströndum tæknivæðist

Ríkisútvarpið hefur nú aukið fréttaþjónustu sína á Ströndum og tæknivætt fréttaritara sinn á staðnum svokölluðu nagra-upptökutæki sem nýtist við viðtöl á vettvangi. Fréttirnar eru síðan klipptar hér heima og sendar vestur á Ísafjörð eða suður til Reykjavíkur eftir því sem…

Kallað eftir efni í ferðablað

Lokatörnin við vinnslu við ferðablaðið um Reykhólasveit og Strandir sem á að koma út á næstunni er að hefjast af fullum krafti. Ennþá er tækifæri fyrir ferðaþjóna að koma efni í blaðið og er bæði hægt að senda ritstjórn fullbúnar greinar…

Námskeið um fjárhúsbyggingar og vinnuhagræðingu

Föstudaginn 7. mars næstkomandi verður haldið námskeið um fjárhúsbyggingar og vinnuhagræðingu í Sævangi á Ströndum. Skráningarfrestur er til 29. febrúar þannig að nú verða menn að vera handfljótir að hugsa og skrá sig svo, hjá endurmenntun@lbhi.is. Á námskeiðinu verður farið yfir…