Mikið landbrot á Borðeyri

Nýr grjótgarður varnaði því að ekki fór enn verr í miklu landbroti við Borðeyri í suðaustan rokinu þann 30. desember síðastliðinn, þar sem Borðeyrartanginn svokallaði nánast hvarf þann dag. Grjótgarðurinn er að vísu við norðanverðan tangann, þar sem landbrot hefur…

Skákmót í Trékyllisvík á laugardag

Laugardaginn 5. janúar kl. 14 verður haldið skákmót í samkomuhúsinu í Árnesi í Trékyllisvík. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið markar upphaf að starfi Hróksins á nýju ári, en framundan eru meðal annars heimsóknir í alla grunnskóla…

Hefðu átt að tilkynna breytingu til Skipulagsstofnunar

Í viðtali við Svæðisútvarp Vestfjarða í dag sagði Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á norðvestursvæði, að eftir á að hyggja hefði eflaust verið réttara að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingu á veglínunni um Gautsdal. Á vef ruv.is er haft eftir Magnúsi að oftast verði…

Byrjað að huga að þorrablótunum

Matarveislur um jól og áramót eru nú flestar afstaðnar og því ekki seinna vænna en að fara að huga að næstu veislumáltíðum. Seint í janúar byrjar þorrinn og líklega eru margir búnir að leggja slátrið, pungana og bringukollana í súr og undirbúa…

Guðjón Þórólfsson er íþróttamaður ársins í Strandabyggð

Þann 28. des sl. var Guðjón Þórólfsson útnefndur íþróttamaður ársins í Strandabyggð. Það eru Íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík og sveitarfélagið Strandabyggð sem veita viðurkenninguna, en Hannes Leifsson varðstjóri afhenti Guðjóni veglegan farandbikar og gjöf við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni. Guðjón,…

Eyrarrósin 2008 afhent í næstu viku

Menningarverðlaunin Eyrarrósin sem er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent í fjórða sinn á Bessastöðum fimmtudaginn 10. janúar n.k. Að venju hafa þrjú verkefni verið tilnefnd úr hópi umsækjenda og eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina sem innifelur auk…

Verkefni lögreglunnar um áramót

Í fréttatilkynningu um helstu verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum yfir áramótin kemur fram að eins og annars staðar á landinu var risjótt tíðarfar um áramótin og hitasveiflur einkenndu flesta daga. Nokkur hálka myndaðist á vegum þegar rigndi á freðna jörð og…

Kindafundur í árslok

Sex snjósleðakappar fóru á fimm sleðum fram á Trékyllisheiði þann 29. des. að gá að kindum, Ingólfur Árni Haraldsson, Sölvi Þór og Steinar Þór Baldurssynir, Smári Vals, Atli Arnar Sigurðsson og Örvar Ólafsson. Lítill snjór var á heiðinni svo að…

Veðrið í Árneshreppi í desember 2007

Vefurinn strandir.is hefur fengið yfirlit yfir veðrið í desember 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Desember var umhleypingasamur mánuður og úrkomusamur og oft hvassviðri eða stormur. Vindhraði náði 12 vindstigum eða 36 m/s í kviðum að morgni 13. desember. Talsvert tjón…

Mest skoðaða efnið 2007

Vefurinn strandir.is þakkar lesendum sínum kærlega fyrir árið sem nú er liðið. Fjöldi heimsókna á vefinn hefur aukist jafnt og þétt og nú fær hann um það bil 2500 heimsóknir á hverjum degi. Daprasti dagurinn í desember síðastliðnum var aðfangadagur…