Íbúafundur í Strandabyggð

Íbúafundur á vegum sveitarfélagsins Strandabyggðar verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 15. janúar næstkomandi klukkan 20:00. Á dagskrá verður kynning á verkefnum sem framundan eru á vegum sveitarfélagsins. Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu eru allir sem áhuga hafa boðnir hjartanlega velkomnir á…

Allir í sjálfboðavinnu um helgina

Um næstu helgi, dagana 12.-13. janúar, er áætlað að mála og sinna öðru viðhaldi við Félagsheimilið á Hólmavík og er óskað eftir sjálfboðaliðum til verksins. Áætlað er að byrja kl. 13.00 laugardaginn 12. janúar og eru sjálfboðaliðar beðnir um að mæta með rúllur, pensla,…

Helstu verkefni lögreglu í upphafi árs

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum um helstu verkefni fyrstu viku ársins, 1. til 7 janúar 2008, kemur fram að sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var stöðvaður á Steingrímsfjarðarheiði á 109 km…

Skíðafélagið að komast á skrið

Skíðagöngufólk á Ströndum hóf æfingar laust fyrir áramót og gekk vel þar til snjóa leysti að nýju. Mótaskrá vetrarins er nú tilbúin og aðgengileg á vef Skíðafélags Strandamanna, en í henni eru heimamót og þau mót sem Strandamenn eru líklegir til…

Jólin kvödd

Jólin voru kvödd með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á hafnarsvæðinu á Hólmavík í kvöld. Víða brenndu menn út jólin með því að skjóta upp afganginum af flugeldum, en áður fyrr brenndu menn út jólin á þessum degi með því að…

Mótvægisaðgerðir til eflingar ferðaþjónustu

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í…

Skákmót í Trékyllisvík í dag

Skákfélagið Hrókurinn hélt skákmót í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík í dag, laugardaginn 5. janúar. Tefldar voru 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Teflt var á 8 borðum og voru 16 þátttakendur, tveir gestir frá Hólmavík tefldu. Úrslit  urðu þau að…

Flugeldasýning á þrettándanum

Á þrettándanum þann 6. janúar verður flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á hafnarsvæðinu á Hólmavík og hefst hún kl. 20:00. Flugeldasalan er einnig opin á þrettándanum frá 13-18 og eru menn hvattir til að mæta á svæðið og tryggja sér góða flugelda…

Öflugur snjóbíll til Hólmavíkur

Í gærkvöld var Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík afhendur öflugur snjóbíll sem sveitin festi kaup á frá Björgunarfélagi Árborgar. Mættu Árborgarmenn á staðinn með bílinn og í tilefni af afhendingunni komu björgunarsveitarmenn saman og skoðuðu bílinn með komumönnum og drukku kaffi…

15 banaslys í umferðinni 2007

Samvæmt vef Umferðarstofu varð veruleg fækkun á banaslysum í umferðinni á milli áranna 2006 og 2007, þó þau hafi samt verið 15 of mörg árið 2007. 10 ökumenn bifreiða létu lífið í umferðarslysum, 1 farþegi, 3 bifhjólamenn og 1 gangandi vegfarandi. 14…