Breikkun slitlagsins í Bitrunni fyrirhuguð í vor

Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvestursvæði segir að Vegagerðin hafi ekki komist af stað með framkvæmdir við breikkun á einbreiðu slitlagi á Djúpvegi í Bitrufirði síðastliðið haust eins og vonir stóðu til. Hins vegar verði farið af stað með framkvæmdirnar…

Þorrablót um helgina

Nú eru fjölmörg þorrablót haldin víða um land, enda er frost á Fróni og afar viðeigandi að ylja sér við súrmatinn. Um næstkomandi helgi verða haldin þorrablót á Drangsnesi og á Hólmavík, en æfingar fyrir þessi blót standa yfir á…

Staðardalur-Hálsgötugil boðið út í vor

Stefnt er að því að bjóða þann 6,5 kílómetra kafla sem enn er eftir á Strandavegi milli Hólmavíkur og Drangsnes út í vor, samkvæmt upplýsingum Magnúsar V. Jóhannssonar svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Norðvestursvæði. Sá vegarspotti, milli vegamóta í Staðardal og vegamóta við Bjarnarfjarðarháls,…

Auglýst eftir forstöðumanni Þjóðtrúarstofu

Auglýst eftir forstöðumanni Þjóðtrúarstofu

Strandagaldur mun birta atvinnuauglýsingu í helstu dagblöðum landsins n.k. sunnudag þar sem óskað verður eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Þjóðtrúarstofu á Ströndum. Um er að ræða nýtt fræðasetur á Hólmavík á sviði þjóðfræði sem tilvonandi forstöðumaður tekur þátt í að…

Áhrif móður á lífssögu fiska

Í hádeginu fimmtudaginn 31. janúar 2008 geta áhugamenn um lifnaðarhætti fiska hlýtt á fyrirlestur um áhrif móður á lífssögu fiska. Samtök náttúrustofa hafa staðið fyrir fyrirlestrum síðasta fimmtudag í mánuði um nokkurt skeið og nú er komið er að áttunda erindinu…

Vegagerð í Bjarnarfirði komin á útboðslista

Í nýjasta hefti Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er vegagerð á Strandavegi (643) í Bjarnarfirði komin á lista yfir verk sem boðin verða út á árinu 2008. Þetta er í takt við gildandi samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, en í henni er áætlað að setja 60 milljónir…

Straumlaust í nótt

Íbúar í nýjasta hverfinu á Hólmavík, utan við Sýslumannshallann, þurfa að draga fram gömlu góðu upptrekktu vekjaraklukkuna eða þá láta GSM símann sjá um að vekja liðið á morgun, því hverfið verður straumlaust frá klukkan 5 í nótt og fram…

Strandabyggð styrkir menningarstarf

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær voru teknar fyrir beiðnir frá Leikfélagi Hólmavíkur og kvennakórnum Norðurljós um stuðning við fyrirhuguð verkefni. Báðar styrkumsóknirnar fengu jákvæða afgreiðslu. Samþykkt var samhljóða að styrkja kvennakórinn Norðurljós um 50 þúsund vegna fyrirhugaðrar útgáfu hljómdisks…

Tjón á bryggjum á Hólmavík 8,8 milljónir

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum urðu töluverðar skemmdir á bryggjum á Hólmavík í óveðri þann 30. desember síðastliðinn. Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var greint frá skýrslu frá Kristjáni Helgasyni hjá Siglingastofnun um skemmdir á…

Valgerður og Ásbjörn eru Strandamenn ársins 2007

Lesendur strandir.is og Gagnvegar kusu hjónin Valgerði Magnúsdóttur og Ásbjörn Magnússon á Drangsnesi Strandamenn ársins 2007. Um 300 atkvæði bárust í seinni umferðinni, en kosning Valgerðar og Ásbjarnar í 1. sætið var örugg og afgerandi. Mun meiri spenna ríkti um næstu…