Veðrið í október 2007

Vefurinn strandir.is hefur fengið yfirlit um veðrið í október frá Jóni G. Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík í Árneshreppi. Þar kemur fram að mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og úrkomulausir dagar í mánuðinum voru aðeins þrír. Mikil úrkoma var aðfaranótt 6….

Fótboltaferð á Ísafjörð

Þessa helgi er fríður flokkur knattspyrnukappa frá Hólmavík og nágrenni á Ísafirði og keppir á haustmóti Boltafélags Ísafjarðar. Keppendur frá Geislanum eru 39 talsins, en jafnframt fylgja margir foreldrar krökkunum. Þorvaldur Hermannsson þjálfari segir að ánægjulegt sé hversu virkir foreldrar eru orðnir…

Þjóðháttasöfnun um sumardvöl barna í sveit

Þjóðminjasafn Íslands sendir um þessar mundir út spurningaskrána Sumardvöl barna í sveit. Tilgangurinn er að safna upplýsingum frá því á fyrri hluta 20. aldar til dagsins í dag um sveitaveru barna og unglinga úr þéttbýli. Ekki hefur áður verið safnað…

Góð ferð í Bolungarvík

Krakkarnir í 8.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík gerðu góða ferð á Íþróttahátíð í Bolungarvík nú á föstudaginn. Lið skólans lenti í 3. sæti í fótbolta og körfubolta stúlkna, 4. sæti í fótbolta drengja og 3. sæti í körfubolta drengja. Þá…

Dansleikur á Café Riis í kvöld

Í kvöld verður árshátíð starfsmanna Strandabyggðar haldin á Café Riis. Þar verður án efa mikil gleði og kæti yfir góðum mat og skemmtiatriðum. Gleðin minnkar örugglega ekki kl. 23:30, en þá lýkur borðhaldi og um leið hefst dansleikur sem verður opinn öllum…

Bundið slitlag á Arnkötludalsveg í júlí 2009

Í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær var umfjöllun um framkvæmdir á nýjum veg um Arnkötludal. Þar tók Sigríður Ásgeirsdóttir viðtal við Ingileif Jónsson verktaka. Hann segir að búið sé að leggja veginn í grófum dráttum um það bil 12 km leið…

Í kjólinn fyrir jólin

Núna eru byrjaðir þrektímar fyrir fullorðna í íþróttahúsinu á Hólmavík. Allir sem vilja geta tekið þátt og verið með á sínum forsendum. Í boði eru fjölbreyttar æfingar sem henta öllum. Tímarnir hafa verið á mánudögum og miðvikudögum kl. 20.00. Mánudagstímarnir…

Nýir starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Í byrjun október voru auglýst tvö störf hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á skrifstofu félagsins á Ísafirði. Annars vegar var þar um að ræða starf verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða og hins vegar staða sérfræðings á atvinnuþróunarsviði með áherslu á ferðamál, markaðsmál og menningu….

Umsóknarfrestur um styrki til menningarverkefna að renna út

Í fréttatilkynningu frá Menningarráði Vestfjarða kemur fram að umsóknarfrestur til Menningarráðs Vestfjarða vegna styrkja árið 2007 rennur út föstudaginn 2. nóvember. Upplýsingar um styrkina og úthlutunarreglur má finna á vefnum www.vestfirskmenning.is undir liðnum Styrkir. Þar er einnig hægt að ná…

Rafræn rjúpnaveiðiskráning

Rjúpnaveiðitímbilið hófst í dag, en alls má veiða í 18 daga í nóvember og eru veiðimenn hvattir til að láta sér 7 rjúpur nægja vegna slaks ástands rjúpnastofnsins. Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem veiðimenn eru hvattir til…